Vatnsheld augnförðun sem haggast ekki

Natalie Hamzepour farðaði Evu Maríu Jónsdóttur og sýnir hér hvernig hægt er að mála augun á heillandi hátt og þannig að förðunin haggist ekki. Hún er nefnilega vatnsheld. Natalie mótaði augnförðunina með blýanti frá Shiseido. Hún segir að það sé auðvelt að vinna með þessum blýanti og svo setti hún augnskugga með til að fá meiri dýpt. Til að ramma förðunina inn notaði hún maskara frá Gosh. 

mbl.is