Ofurfyrirsæta segir líkamann breytast

Rosie Huntington-Whiteley.
Rosie Huntington-Whiteley. AFP

Breska ofurfyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley hefur búið þannig um hnútana að hún er ekki bara fyrirsæta. Huntington-Whiteley vann vissulega í genalottóinu en segir í viðtali við Elle að hún hafi unnið fyrir því að vera á þeim stað sem hún er á í dag. 

„Ég hef alltaf heillast af fólki sem er eldra en ég... augljóslega,“ sagði fyrirsætan en hún er trúlofuð Hollywood-stjörnunni Jason Statham sem er 20 árum eldri en hún. „Sem kona sem hefur byggt mikið, ef ekki allt sitt, á ákveðnu útliti þá getur sá tími komið að svar mitt verði allt annað en ég er enn bara 33. Ég er byrjuð að sjá fínar línur og sumt er ekki á sama stað og það var áður en ég eignaðist barn en mér finnst það allt í lagi, ég get unnið með það.“

Huntington-Whiteley segist þekkja sjálfa sig og segir að hún ætli ekki að láta aðra stjórna því hvernig hún lítur út. 

Snemma á ferlinum var henni sagt að spara peninga til þess að fara í skóla enda væri fyrirsætuferillinn oftast ekki langlífur. Hún fann að hún vildi hafa rödd í tískubransanum. Þegar undirfatarisinn Victoria's Secret vildi ekki bjóða henni meira en bara að sitja fyrir hafði hún samband við Marks & Spencer. Hún hefur í mörg ár verið með eigin línu hjá fyrirtækinu.

Rosie Huntington-Whiteley.
Rosie Huntington-Whiteley. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál