Stórstjörnur kepptust um að klæðast buxum

Stórstjörnur klæddu sig upp og birtu myndir á Instagram í …
Stórstjörnur klæddu sig upp og birtu myndir á Instagram í stað þess að mæta á rauða dregil Critics Choice. Samsett mynd

Rauði dregillinn var heima í stofu þegar Critics Choice-verðlaunahátíðin fór fram rafrænt í Bandaríkjunum um helgina. Flestar stórstjörnur sem tengdust hátíðinni klæddu sig upp eins og enginn væri heimsfaraldurinn og voru buxur í aðalhlutverki. 

Buxnadragtir sem og buxur við fallega toppa voru áberandi. Karlmenn voru líka duglegir að klæðast óhefðbundnum jakkafötum. Það er fátt meira töff en vel sniðnar buxur eins og sjá má hér að neðan. 

Leikkonan Amanda Seyfried klæddist buxnadragt frá Miu Miu. 

Breska leikkonan Gillian Anderson valdi svart og einfalt frá Dior. 

View this post on Instagram

A post shared by Gillian Anderson (@gilliana)

Leikarinn Dan Levy var í ofursvölum jakkafötum frá Dior. 

View this post on Instagram

A post shared by Dan Levy (@instadanjlevy)

Leikkonan Angela Bassett var í glitrandi buxnadragt frá Alberta Ferretti. 

Leikkonan Uzo Aduba klæddist fjólubláum fötum frá Christian Siriano. 

Leikkonan Kaley Cuaco var eitursvöl í Dolce & Gabbana.

View this post on Instagram

A post shared by Kaley Cuoco (@kaleycuoco)

 Ofurkonan Gal Gadot klæddist Prabal Gurung.

Tónlistarkonan H.E.R. var í litríkri buxnadragt frá Miu Miu. 

View this post on Instagram

A post shared by H.E.R. (@hermusicofficial)

Leikkonan Jurnee Smollett var í buxnadragt frá Louis Vuitton. 

mbl.is