Búa til tískuföt úr afgöngum

Kríu-línan frá 66°Norður sem framleidd er úr Polartec®-, NeoShell®- og flísefni sem féll til við framleiðsluna á síðasta ári hefur fengið frábærar móttökur. Línan sameinar sígilda hönnun 66°Norður frá tíunda áratugnum sem margir kannast við og það markmið fyrirtækisins sem felur í sér að fleygja aldrei vörum eða efni og fullnýta eins mikið og hægt er.

„Við kynntum Kríu-línuna sem framleidd var úr afgangsefnum fyrst í fyrra og fékk hún frábærar viðtökur. Við ákváðum því að endurtaka leikinn í ár og er þetta frábær leið til að fullnýta efni sem við eigum og falla til við framleiðslu á öðrum vörum. Vörulínan er framleidd í verksmiðjum okkar og samanstendur af Polartec® NeoShell®-jakka, Polartec®-flíspeysu, hatti og hliðartösku. Kríu-línan er búin að vera söluhæsti stíllinn okkar síðustu tvær vikur og það er sérlega gaman að vörulínan sem var þróuð út frá því að fullnýta hráefni og til að endurspegla gildi okkar fái svona góð viðbrögð,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál