Ertu nokkuð að gleyma hárinu?

Margrét Ósk Brynjólfsdóttir hársnyrtisveinn á Hárgreiðslustofu Hrafnhildar, fagnar því að …
Margrét Ósk Brynjólfsdóttir hársnyrtisveinn á Hárgreiðslustofu Hrafnhildar, fagnar því að náttúrulegt hár sé komið í tísku aftur.

Margrét Ósk, hársnyrtisveinn á Hárgreiðslustofu Hrafnhildar, verður meistari í faginu sínu eftir þrjá mánuði. Hún er fegin að náttúrulegt og heilbrigt hár sé komið aftur í tísku og er búin að tileinka sér litunaraðferð sem er vinsæl um þessar mundir.

„Nú eru náttúrulegir litir allsráðandi og köldu tónarnir að fara meira út. Hárið er litað með „balayage“-litaaðferðinni þar sem fagaðilinn handlitar hárið.

Með aðferðinni má ná fram mildri lýsingu í hárið og það verður ræktarlegra og virkar þannig þykkara.

Við erum ekki að notast við álpappír eins og þegar hárið er strípað svo þessi aðferð ýtir undir glæsileika konunnar.“

Margrét Ósk segir að „balayage“-litaaðferðin sé ekki kennd í náminu, heldur hafi hún komið til landsins í gegnum samfélagsmiðla.

Hvernig hugar þú að þínu eigin hári?

„Með því að nota alltaf góðar hárvörur og hitavörn. Ég reyni sem minnst að nota aflitun í mitt hár og lita mig með „balyage“-aðferðinni tvisvar til þrisvar á ári.

Það dugar mér alveg.“

Margrét Ósk er dugleg að prófa sig áfram þegar kemur að hárvörum en er mikið fyrir Kérastase-vörurnar núna.

„Við erum með nóg af góðum hársnyrtivörum í landinu og er ég dugleg að prófa mig áfram með þær. Það sem ég er að nota núna er sjampó og næring úr Elilxir Ultime-línunni. Ég geri það til að fá meira líf og glans í hárið.“

Kérastase Elixir Ultime vörurnar eru vinsælar núna.
Kérastase Elixir Ultime vörurnar eru vinsælar núna.

Hvaða hitavörn notarðu í þitt hár?

„Ég nota Nectar Thermique-hitavörnina frá Kérastase.“

Hún segir einkennilegt til þess að hugsa að við konur erum oft með snúð í hárinu á kvöldin að bera á okkur fín og dýr krem, en gleymum svo að bera góð efni í hárið okkar á sama tíma.

„Ef við viljum hafa fallegt, glansandi ræktarlegt hár, verðum við að muna að djúpnæra hárið eða nota gott serum í það.“

Mikil sjálfsvirðing að vera með fallegt hár

Hvað gerir serum?

„Sem dæmi þá er Nutritive 8 klukkustunda nætur-serumið æðislegt efni fyrir svefninn. Það vinnur í skemmdum í hárinu og gefur betri glans og nærir það; án þess að hárið verði feitt eða þungt daginn eftir.

Kérastase Nutritive.
Kérastase Nutritive.

Eins geturðu notað æðislega hitavörn í hárið um kvöldið þegar þú átt von á að klukka hárið um morguninn. Þá vinnur vörnin í hárinu yfir nóttina. Djúpnæringar eru einnig mikilvægar á þessum árstíma og má finna allskonar djúpnæringar í hárið eftir því hvað er þörf að byggja upp tengt raka.“

Margrét Ósk notar djúpnæringuna Hydrate-me frá Kevin Murphy þessa dagana, og getur mælt með henni fyrir marga. Eins segir hún djúpnæringarnar frá Kérastase einnig fjölbreyttar og góðar.

Kevin Murphy maskinn.
Kevin Murphy maskinn.

„Til að vera með fallegt hár þurfum við að spá og spekúlera aðeins í hárvörunum sem við notum. Síðan mæli ég alltaf með því að fá aðstoð frá fagfólki líka.“

Af hverju skiptir hárið að þínu mati svona miklu máli?

„Það skiptir jafnmiklu máli og allt annað í lífinu. Við viljum eiga fallega skartgripi, keyra um á huggulegum bílum og svo framvegis og því ekki í takt að sinna ekki hárinu okkar eins og öllu öðru á líkamanum eða í kringum okkur. Það er mjög mikil sjálfsvirðing að vera með fallegt hár.“

Fyrir Balayge litun.
Fyrir Balayge litun.
Eftir Bayage litun.
Eftir Bayage litun.
Fyrir litun.
Fyrir litun.
Fyrir litun.
Fyrir litun.
Eftir litun.
Eftir litun.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »