Gleraugu Opruh Winfrey vekja athygli

Oprah Winfrey með gleraugun í viðtalinu fræga.
Oprah Winfrey með gleraugun í viðtalinu fræga. Skjáskot/YouTube

Gríðarleg spurn hefur verið eftir stóru gleraugunum sem Oprah Winfrey var með í viðtalinu sem hún tók við Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju af Sussex. Yfir 50 milljónir manns horfðu á viðtalið í Bandaríkjunum, Bretlandi og um heim allan.

Gleraugun eru frá merkinu Götti sem er lítið gleraugnafyrirtæki í Zürich í Sviss sem einbeitir sér að því að framleiða hágæða gleraugnaumgjarðir. 

Umgjarðir frá Götti fást hér á Íslandi í Ég C Gleraugnaverslun. Erla Magnúsdóttir, eigandi Ég C, segir í samtali við mbl.is að hana hafi strax grunað að Winfrey væri með gleraugu frá Götti. Hún segir að hingað til hafi hún ekki fundið eftir aukinni spurn eftir Götti umgjörðum eftir viðtalið, en að merkið sé alltaf vinsælt. 

Götti var stofnaði árið 1993 af Sven Götti en hann hannaði umgjörðina sjálfur fyrir Opruh persónulega. Hann hannaði tvær týpur af umgjörðum fyrir hana og segir hana hafa verið ástfangna af báðum. 

„Ég hannaði tvö mismunandi umgjarðir handa henni. En þegar hún sá þær varð hún ástfangin af þeim og vissi ekki hvorar hún ætti að velja. Svo hún tók þær báðar,“ sagði Götti í samtali við AFP. 

Hann segir að það sem hafi heillað Opruh mest hafi verið hversu létt þau væru. Síðan Götti hannaði umgjarðirnar fyrir hana hefur hún pantað um 20 umgjarðir frá þeim. „Ég var smá hissa á viðbrögðunum. Hún hefur áður verið með umgjarðir frá okkur í viðtölum við Barack Obama, Lady Gaga og Dolly Parton. En síðan þetta magnaða viðtal kom út þá höfum við fundið fyrir áhuga hvaðanæva að úr heiminum,“ sagði Götti

Hann segir að gleraugnabúðir um allan heim hafi óskað eftir að fá að selja umgjarðir frá þeim á þeirri viku sem er liðin frá því að viðtalið kom út. Nú þarf teymi hans því að leggja sig allt fram við að anna eftirspurninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál