Katrín klæddist ódýrum jakka úr Zöru

Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins.
Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins. Skjáskot/Youtube

Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín, klæddust grænu þegar þau sendu Írum kveðju á degi heilags Patreks í dag, 17. mars. Vilhjálmur og Katrín voru að sjálfsögðu klædd í græn föt. Vorlegur jakki Katrínar hefur vakið töluverða athygli en hann er frá Zöru. 

Jakkinn úr Zöru er tvíhnepptur og lítur út fyrir að vera dýrari en hann er. Jakkinn kostar 59.99 pund eða tæpar 11 þúsund krónur íslenskar. Katrín hertogaynja er þekkt fyrir að klæðast fötum frá Zöru og öðrum ódýrari verslunum í bland við dýrari lúxusfatnað.

Hér má sjá fyrirsætu Zöru í græna jakkanum.
Hér má sjá fyrirsætu Zöru í græna jakkanum. Ljósmynd/Zara

Svipaða jakka er hægt að fá í vefverslun Zöru á Íslandi. Jakkarnir eru á svipuðu verði og jakkarnir í Bretlandi. 

Þessi jakki græni jakki er til í vefverslun Zöru á …
Þessi jakki græni jakki er til í vefverslun Zöru á Íslandi. Ljósmynd/Zara

Hér má sjá myndskeiðið sem Vilhjálmur og Katrín birtust í. 

mbl.is