Sló í gegn í jakka sem minnti á Clueless

Harry Styles vakti mikla athygli fyrir frjálslegan klæðaburð á Grammy-verðlaununum.
Harry Styles vakti mikla athygli fyrir frjálslegan klæðaburð á Grammy-verðlaununum. AFP

Harry Styles slær sjaldan feilnótu þegar kemur að klæðaburði. Hann klæðist alla jafnan fötum eftir Alessandro Michele aðalhönnuð Gucci. Á Grammy-verðlaunahátíðinni vakti Styles sérstaka athygli fyrir gulan jakka sem minnti mjög á jakka Cher Horowitz úr kvikmyndinni Clueless sem sló svo eftirminnilega í gegn árið 1995. 

Alicia Silverstone aðalleikkona Clueless tekur undir þessar getgátur. „Ég elska þessa Clueless-strauma hjá Harry Styles!!“ segir hún á Twitter.

Kvikmyndin Clueless sló rækilega í gegn árið 1995.
Kvikmyndin Clueless sló rækilega í gegn árið 1995.
Fjaðraskraut er fyrir alla.
Fjaðraskraut er fyrir alla. AFP
Harry Styles vann til verðlauna á Grammy-hátíðinni.
Harry Styles vann til verðlauna á Grammy-hátíðinni. AFP
mbl.is