Bikinímynd Sunnevu Einars

Sunneva Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir og Hildur Sif Hauksdóttir.
Sunneva Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir og Hildur Sif Hauksdóttir. Skjáskot/Instagram

Margir hafa gert athugasemd við nýjustu bikinímynd áhrifavaldsins Sunnevu Einarsdóttur en fylgjendur hennar hafa bent henni á að hún snúi bikinítoppnum öfugt. Sunneva mótmælir þessum athugasemdum og segist ekki hafa farið í toppinn öfugt. 

Máli sínu til stuðnings birti hún myndband af TikTok í story þar sem kona fer yfir það hvernig megi klæðast einum topp á sjö vegu. 

Myndina tók Sunneva síðastliðna helgi þegar hún fór í skíðaferð með vinkonum sínum á Sauðárkrók og hefur myndin notið mikilla vinsælda á instagramsíðu Sunnevu en þegar þetta er skrifað hafa yfir 4.300 manns smellt hjarta á myndina og 45 skrifað athugasemd.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem kona sýnir hvernig megi klæðast einum toppi á sjö vegu.

@437shop

One Sanders top, endless possibilities 🤎 @madikahn shows you 7 ways to wear it #437 #bikini #fashiontiktok

♬ what they want edit by Blu DeTiger - Blu DeTiger
mbl.is