Óþekkjanleg með ljósu lokkana

Billie Eilish frumsýndi ljósa hárið í vikunni.
Billie Eilish frumsýndi ljósa hárið í vikunni. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Billie Eilish hefur lengi skartað svörtu og grænu hári sem hefur verið eins konar einkennismerki hennar undan farin ár. Í vikunni kom hún aðdáendum sínum á óvart þegar hún sýndi að hún hafði látið grænu lokkana fjúka. 

Eilish hefur prófað sig áfram með alls konar hárliti í gegnum árin en áður en hún var með grænt hár var hún með blátt og þar á undan prófaði hún sig áfram með pastelliti. Það má því með sanni segja að að aðdáendur hennar hafi verið hissa þegar hún sýndi fallega ljósa lokka á Instagram. 

„Klípið mig,“ skrifaði Eilish undir myndina og á eflaust við að hárliturinn líti betur út en hún þorði að vona. 

Billie Eilish hefur skartað grænu hári frá ársbyrjun 2019.
Billie Eilish hefur skartað grænu hári frá ársbyrjun 2019. AFP
mbl.is