J-Lo í stórfurðulegri buxnadragt

Netadragt Jennifer Lopez hefur vakið athygli.
Netadragt Jennifer Lopez hefur vakið athygli. Skjáskot/Instagram

Fyrir nokkrum árum urðu flottar buxnadragtir að skyldueign í fataskápum tískuþenkjandi kvenna. Frumlegir litir og snið hafa verið vinsæl en fáar buxnadragtir jafnast þó á við þá sem hollywoodstjarnan Jennifer Lopez klæddist á dögunum. 

Leik- og söngkonan birti mynd af sér í svartri buxnadragt á Instagram. Meira sást þó í líkama Lopez en í svart efni dragtarinnar. Kannski netabuxnadragtin sé svona sumar buxnadragt sem andar. 

Furðuleg dragtin stal vissulega senunni þegar Lopez birti myndina um helgina. Ástæða myndbirtingarinnar var þó skólína sem Lopez hannar í samstarfi við skóframleiðandann DSW en ekki buxnadragtin. 

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo)

mbl.is