Hvítur kragi. Blár kragi. Enginn kragi?

Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla.
Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla. Ljósmynd/Saga Sig

Lengi hefur verið talað um um hvítan og bláan kraga, sérstaklega í Bandaríkjunum, til þess að gera greinarmun á líkamlegu vinnuafli sem var með bláan kraga og svo þeim sem ekki unnu líkamlega vinnu og voru með hvítan kraga á skyrtum sínum. Á síðustu áratugum hefur svo orðið til ný tegund af vinnuafli sem kennd er við „engan kraga“.

Það hefur verið áberandi meðal þeirra sem eru stjórnendur og frumkvöðlar bandarískra tæknifyrirtækja, sem síðustu ár hafa risið og orðið særstu og verðmætustu fyrirtæki í heimi, að þetta fólk hefur skapað algerlega nýtt „dress code“ á vinnumarkaði. 

Tæknimenn (og nokkrar konur) hafa komið með „aflslappaðan“ klæðnað inn í sitt starfsumhverfi og stofnanir og með því hafnað algerlega hefðbundnum jakkafötum, sem hefur verið einkennisbúningur manna í bæði viðskiptaheiminum og á opinberum vettvangi, og þess í stað verið í gallabuxum og bol án kraga.

Steve Jobs stofnandi Apple var alltaf í svartri rúllukragapeysu.
Steve Jobs stofnandi Apple var alltaf í svartri rúllukragapeysu. TONY AVELAR

Við sjáum menn eins og Steve Jobs, Mark Zuckerberger og Bill Gates algerlega hafna hefðbundnum jakkafötum sem áður var einkennisklæðnaður þeirra sem ekki unnu líkamlega vinnu.

Afslapappur fatnaður eða „casusal dress“ er orðinn að einkennisbúningi amerískra tæknifrumkvöðla. „Enginn kragi“, sem einkennir hinn nýja klæðnað, stendur fyrir tækniþekkingu, höfnun á „conformity“, sjálfsstjórnun, og frumkvöðulshugsun. 

Þetta gerðist samt ekki alveg án vandræða. Þegar Mark Zuckerberg, í hettupeysu, bað Wall Street-fjárfesta um billjón dollara fjármögnun á fyrirtækinu sínu Facebook kallaði New York Times það „hoodiegate“. Einhverjum fannst hann ekki sýna fjármálaheiminum nógu mikla virðingu með þessum klæðnaði og vakti þetta umtal og athygli. En það hefði ekki hver sem er getað komist upp með þetta og örugglega ekki kona. Hettupeysan hafði fram að þessu verið einkennisfatnaður litaðra glæpamanna. Sú staðreynd að hann var hvítur, menntaður og „undrabarn“, gerði það að verkum að það urðu engar sérstakar afleiðingar af þessu og „enginn kragi“ festist enn frekar í sessi sem hinn nýi starfsfatnaður fólks í tæknigeiranum.

Hettupeysan eða stuttermabolurinn byrjaði að standa fyrir fjárfestingar í tæknivörum með algera áherslu á vöruna en án þess að því fylgdi ákveðinn klæðnaður og lífsstíll sem áður var talið að þyrfti að fylgja auði, samanber Wall Street-lífsstíllinn.

Þetta nýja starfsafl var ungt og „kúl“ og skapandi. Vinnustaðir þeirra litu framandi og öðruvísi út þar sem húsgögn voru marglit og umhverfið meira lifandi og minna ferkantað og gáfu til kynna að það væru kjöraðstæður til þess að „hugsa út fyrir kassann“. Með þessu varð áhugaverð breyting og varð hún í krafti þess auðs sem varð til með tæknifyrirtækjunum og þeim trúverðugleika sem þessi nýju fyrirtæki náðu að skapa.

Þarna færðist á skömmum tíma valdið frá eldri mönnum í opinberum stöðum til yngri manna í einkageiranum. Árið 2015 treystu 20% Bandaríkjamanna ríkisstjórninni en 71% treysti nýju tæknifyrirtækjunum. Þau höfðu og hafa enn algera yfirburði í trúverðugleika.

Enn maldar jakkafataliðið samt í móinn og vill gömlu reglurnar til baka en breytingin er orðin og fortíðin kemur ekki til baka.

mbl.is