Bótoxmeðferð endaði hræðilega

Áhrifavaldurinn Whitney Buha birti myndir af bótoxmeðferð sem endaði hræðilega …
Áhrifavaldurinn Whitney Buha birti myndir af bótoxmeðferð sem endaði hræðilega á samfélagsmiðlum sínum. Samsett mynd

Bandaríski áhrifavaldurinn Whitney Buha fékk að finna fyrir því eftir að hún fór í bótox fyrir nokkrum vikum. Ekki fór betur en svo að fegrunarmeðferðin mistókst og hafa ójöfn augu hennar vakið heimsathygli. 

Að sögn Buha voru augabrúnir hennar ójafnar eftir bótoxmeðferð. Hún kvartaði og fór í meira bótox til að jafna út augabrúnirnar en þó með þeim afleiðingum að annað augnlokið seig niður og hitt augað opnaðist enn meira. Hún telur að fyllingarefninu hafi verið sprautað á rangan stað. Sjónsviðið minnkaði á öðru auganu og er það talin vera ástæða þess að hitt augað galopnaðist. 

Buha greinir vel og skilmerkilega frá því hvað gerðist á samfélagsmiðlum sínum og hvernig henni gengur að jafna sig. Hún segist ekki hafa haft hugmynd um að bótox gæti haft þessar afleiðingar. 

Rúmlega þrjár vikur eru síðan atvikið átti sér stað en áhrifavaldurinn segir að það taki þrjár til sex vikur fyrir augun að jafna sig. Bótoxið mun hins vegar ekki fara jafnfljótt, áhrifavaldinum til mikillar ánægju. Á daglegum andlitsmyndum frá Buha má sjá hvernig augun jafna sig smátt og smátt. Hún reynir að fela lokaða augað með því að greiða hárið yfir augað, stækka augun með hvítum augnblýanti eða hreinlega mála sig ekki þar sem maskari getur stækkað augun, eitthvað sem hún þarf ekki á að halda núna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál