Í 550 þúsund króna leðurdressi

Katy Perry var í rándýru dressi á dögunum.
Katy Perry var í rándýru dressi á dögunum. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Katy Perry hefur engan tíma til að klæða sig í eitthvert drasl. Á dögunum sat hún fyrir í kjól sem kostar yfir 550 þúsund krónur. Perry var ekki heldur í ódýrum skóm við en samtals kostaði fatnaður og skartgripir hennar 880 þúsund krónur. 

Leðurkjóllinn sem Perry klæddist er frá Alexander McQueen en hælarnir eru frá Giuseppe Zanotti og kosta 115 þúsund. 

Perry var einnig með eitt hálsmen frá Justine Clenquet og eitt frá David Yurman og stóra eyrnalokka frá Bottega Veneta. 

Kjólinn frá Alexander McQueen.
Kjólinn frá Alexander McQueen. Skjáskot/Instagram
Katy Perry.
Katy Perry. Skjáskot/Instagram
mbl.is