Stal senunni í buxum og öðruvísi jakka

Priyanka Chopra Jonas á BAFTA.
Priyanka Chopra Jonas á BAFTA. Skjáskot/Instagram

BAFTA-verðlaunin voru veitt á sunnudaginn. Þrátt fyrir að margar stjörnur neyddust til þess að halda sig heima kom það ekki niður á fatavalinu. Fáar stjörnur tóku mikla áhættu á rauða dreglinum sem var rafrænn í tilfelli margra.

Fötin sem leikkonan Priyanka Chopra Jonas klæddist á verðlaunahátíðinni stálu senunni. Hún var í hvítum víðum buxum og litríkum jakka. Fötin voru frá Pertegaz. Jakkinn var fagurlega skreyttur, lokaður að ofan og opinn að neðan. Þar með sást í fallega skartgripi sem hún bar frá Bvlgari. Eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Nick Jonas, var svartklæddur og leyfði konu sinni að skína. 

Renée Zellweger í kjól frá Armani.

Anna Kendrick í kjól frá Zuhair Murad.

Vanessa Kirby í kjól frá Versace. 

Kosar Ali í Alexander McQueen. 

Phoebe Dynevor í svörtum síðkjól frá Louis Vuitton.

View this post on Instagram

Maria Bakalova var eins og prinsessa á balli í kjól frá Armani. 

 Niamh Algar í appelsínugulum kjól frá Valentino. 

View this post on Instagram

A post shared by Niamh Algar (@niamhalgar)

Cynthia Erivo var töff í stuttum kjól frá Louis Vuitton. 

mbl.is