Kjóllinn líktist helst sundbol

Er þetta sami kjóllinn?
Er þetta sami kjóllinn? Samsett mynd

Stundum eru hagstæð kaup á netinu aðeins of góð til þess að vera sönn. Kona sem keypti svartan kjól fyrir brúðkaupið sitt fékk aldeilis að finna fyrir því. Kjóllinn sem hún fékk sendan heim til sín var allt öðruvísi en kjóllinn sem hún pantaði. 

Konan sem heitir Lily birti myndskeið af sér í kjólnum á TikTok auk þess sem hún sýndi mynd af kjólnum sem hún pantaði. Á vef Mirror kemur fram að kjóllinn hafi kostað 50 bandaríkjadali eða rúmlega sex þúsund íslenskar krónur. 

Kjóllinn sem Lily ætlaði að kaupa var svartur. Hann var mjög fleginn en með fallegum bróderuðum blómum. Pils kjólsins var þykkt og mikið og opið að framan. Kjóllinn sem Lily fékk var hins vegar allt öðruvísi og líktist helst sundbol með næfurþunnu pilsi. 

„Ég pantaði ódýran kjól á netinu, þremur mánuðum seinna kom hann og heimasíðunni var eytt,“ skrifaði kaupandinn Lily á TikTok. „Mér datt í hug að hann gæti verið ljótur en ekki svona ljótur.“

Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið sem Lily birti á TikTok. 

@lillypuhalla

yeah so f*ck soda club if they ever appear again you should probs avoid ##greenscreen ##whatiwanted vs ##whatigot##fail

♬ original sound - Madelinembl.is