Sagan á bak við perlufesti Katrínar

Katrín hertogaynja vakti athygli með perlufesti.
Katrín hertogaynja vakti athygli með perlufesti. AFP

Katrín hertogaynja klæddist svörtu eins og aðrir þegar Filippus prins var borinn til grafar á laugardaginn var. Perlufesti hennar vakti þó mikla athygli en perlurnar eiga sér langa og merkilega sögu. 

Perlurnar sem Katrín bar við kjól frá Roland Mouret voru áberandi. Hálsmenið er úr safni Elísabetar drottningar. Hertogaynjan var einnig með perlufestina þegar Elísabet og Filippus fögnuðu 70 ára brúðkaupsafmæli sínu árið 2017 að því er fram kemur á vef Harper's Bazaar. 

Hálsmenið var gjöf til drottningarinnar frá japönsku ríkisstjórninni á áttunda áratug síðustu aldar. Díana prinsessa fékk menið lánað árið 1982 þegar hún fór í opinbera heimsókn til Hollands árið 1982.

Perlueyrnalokkarnir sem Katrín var með við hálsmenið eru einnig úr safni drottningar. Elísabet fékk lokkana í brúðargjöf þegar hún gekk í hjónaband með Filippusi prins árið 1947. Díana var einnig með perlueyrnalokkana við sama hálsmen í heimsókninni til Hollands 1982. 

Katrín hertogaynja í jarðarför Filippusar hertogaynju.
Katrín hertogaynja í jarðarför Filippusar hertogaynju. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál