Hvort er betra, að tana á Tene í plasttöfflum eða sperra sig með Gucci-belti?

Sjónvarpsþættirnir Exit, sem fjalla um norska efnahagsbrotamenn, eiginkonur þeirra, börn, hjákonur og vændiskaup og hefðbundið peningavesen, eru komnir aftur á dagskrá RÚV. Þegar fólk lifir jafn tilbreytingarsnauðu lífi og við landsmenn þessa dagana er nauðsynlegt að geta verið fluga á vegg hjá óþekka og markalausa fólkinu í útlöndum. 

Landsmenn hafa svo sem ekki mikið annað að gera þessa dagana fyrir utan náttúrlega Brynjar Níelsson alþingismann sem tanaði á Tene. Hann er, ólíkt norsku efnahagsbrotamönnunum, alveg laus við allan hégóma og sportaði sig um í hvítum sportsokkum og plasttöfflum án þess að skammast sín. Það að geta klætt sig eins og Brynjar er mikil list og merki um að viðkomandi hafi ríkulegt sjálfstraust. Að fá að vera „landsþekkt drusla“ í friði er fag sem ætti að kenna í háskóla en þetta orðalag notaði hann sjálfur fyrir nokkrum árum þegar ég tók viðtal við hann um hans eigin klæðaburð.
Brynjar Níelsson í hvítum sokkum og plasttöfflum að tana á …
Brynjar Níelsson í hvítum sokkum og plasttöfflum að tana á Tene með bróður sínum. Ljósmynd/Facebook
Ólíkt okkar manni Brynjari þá eru norsku efnahagsbrotamennirnir minna afslappaðir og svo eru þeir svolítið litlir í sér svona í grunninn, eða alla vega þegar á reynir. Fatastíllinn er uppskrúfaður og það sést langar leiðir á klæðaburði þeirra að Jeppe, William, Adam og Henrik eru ekki frjálsir menn. Þeir eru fangar eigin lífsstíls og gjörða.

Sem er kannski ekki skrýtið. Ímyndaðu þér að þú værir að hagnast verulega á hverjum degi vegna innherjaupplýsinga og værir háður hugbreytandi efnum sem þú sogaðir upp í nefið í tíma og ótíma. Þú gætir ekki tekist á við daginn nema fá fixið þitt. Inn í þetta blandast kannski einhvers konar samviskubit yfir því að vera of oft með æxlunarfærin á stöðum sem þau eiga ekki að vera á. Kannski er samt bjartsýni að tala um samviskubit. Fólk á þessum stað er náttúrulega löngu búið að glutra því niður.

Of stórt belti frá Gucci er nett plebbalegt.
Of stórt belti frá Gucci er nett plebbalegt.

Hvernig myndi þér líða ef þú værir í þessari stöðu? Væri lífið gott? Værir þú að lifa til fulls? Getur flottasti jeppinn, dýrasta vændiskonan eða besti viðskiptadíllinn fyllt upp í hjartasárin?Það er alveg sama hvað þú munt fara á mörg reiðistjórnunarnámskeið í útlöndum eða láta skipta oft um blóð í þér. Ef þú mengar tilveruna jafnóðum með sjálfum þér og öllu sem þér fylgir þá muntu tapa. Svona rugl yfirtekur allt og einn daginn missir þú tökin.

Þegar öllu er á botninn hvolft. Er ekki betra að vera bara bolurinn sem maður er og tana bara á Tene í stað þess að vera í eilífri baráttu við eitthvað sem aldrei mun taka enda? Það er alveg sama hvað þú eignast mikla peninga, þú munt aldrei eignast nóg, ef þú ert á sama stað og frændur okkar í Noregi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál