Í sínum eigin nærfötum á forsíðunni

Hayley Hasselhoff var í sínum eigin nærfötum á forsíðu þýska …
Hayley Hasselhoff var í sínum eigin nærfötum á forsíðu þýska Playboy. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Hayley Hasselhoff var í nærfötum úr sínum eigin fataskáp á forsíðu Playboy í Þýskalandi sem kom út fyrr í mánuðinum. Hasselhoff braut blað í sögu Playboy þegar hún birtist á forsíðunni en hún er fyrsta konan í yfirstærð til að prýða forsíðu evrópskrar útgáfu blaðsins. 

Í viðtali í vikunni sagði Hasselhoff að baráttu kvenna í yfirstærð væri ekki lokið. „Við eigum enn langt í langt í land hvað varðar möguleika í tísku. Þegar ég fór í nærfatamátun fyrir forsíðuna, þá kom það allt frá mér. Allt var úr mínum eigin fataskáp,“ sagði Hasselhoff. 

Hasselhoff bætti við að hún væri orðin vön því að koma í tökur og það væru ekki til föt í hennar stærð. „Satt best að segja verð ég öruggari með sjálfa mig á settinu hvort sem er, af því mér leið hvort sem er vel í þessum fötum,“ sagði Hasselhoff. 

Hasselhoff segist vera orðin vön því að koma í tökur …
Hasselhoff segist vera orðin vön því að koma í tökur og fötin á staðnum passa ekki. Skjáskot/Instagram
mbl.is