Prófgalli Kardashian óhefðbundinn

Kim Kardashian les lögfræði léttklædd.
Kim Kardashian les lögfræði léttklædd. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian er að læra fyrir próf en hún stefnir á lögmannsréttindi á næsta ári. Próf eru einnig að hefjast á Íslandi en gera má ráð fyrir að háskólanemar hér séu ekki eins léttklæddir og stjarnan í próflestrinum. 

Kardashian birti myndir af sér í vikunni á Instagram þar sem hún sést læra utandyra. Hún var klædd í efnislítil sundföt á myndunum og með nefið ofan í bókunum. Laganemar á Íslandi og aðrir háskólanemar eru líklegri til þess að klæðast joggingbuxum og fela sig undir hettunni á hettupeysunni. 

Stjarnan er ekki sú fyrsta sem blandar saman laganámi og sundfötum en Reese Witherspoon klæddist sundfötum í hlutverki Elle Woods þegar persónan sótti um laganám í Harvard í myndinni Legally Blonde. Sama ár og Kardashian tilkynnti framtíðaráform sín endurgerði hún myndbandið í tilefni hrekkjavökunnar. 

Brot úr Legally Blonde frá árinu 2001: 

Hér má sjá Kim Kardashian eins og Elle Woods. mbl.is