Brúðarkjóll Díönu prinsessu til sýnis

Brúðarkjóll Díönu prinsessu verður til sýnis á safninu í Kensingtonhöll.
Brúðarkjóll Díönu prinsessu verður til sýnis á safninu í Kensingtonhöll. AFP

Brúðarkjóll Díönu prinsessu mun verða til sýnis í Kensingtonhöll í sumar. Kjóllinn verður hluti af nýrri sýningu sem ber nafnið Royal Style in the Making. 

Díana prinsessa klæddist brúðarkjólnum í brúðkaupi sínu og Karls Bretaprins árið 1981 og þykir hann einstakur. Við kjólinn var hún með lengsta brúðarslör í sögu konungsfjölskyldunnar en það mældist sjö metrar og 62 sentímetrar. 

Þetta er í fyrsta skipti í tvo áratugi sem kjóllinn verður til sýnis en höllin hefur fengið kjólinn að láni hjá Vilhjálmi og Harry Bretaprinsum. 

Sýningin verður opnuð hinn 3. júní og opin til 2. janúar 2022.

Brúðarslörið er 7,62 metrar.
Brúðarslörið er 7,62 metrar. AFP
Kjóllinn þykir einn sá fallegasti í sögu konungsfjölskyldunnar.
Kjóllinn þykir einn sá fallegasti í sögu konungsfjölskyldunnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál