Með nýjum kærasta í 15 ára gömlum kjól

Paulina Porizkova og Aaron Sorkin geisluðu á rauða dreglinum á …
Paulina Porizkova og Aaron Sorkin geisluðu á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni. AFP

Ofurfyrirsætan Paulina Porizkova vakti mikla athygli á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fór fram um helgina. Porizkova valdi gullfallegan kjól fyrir viðburðinn en kjóllinn var þó ekki splunkunýr heldur hafði hann setið í fataskápnum hennar í 15 ár. 

Porizkova var með nýja kærastanum sínum, handritshöfundinum og leikstjóranum Aaron Sorkin, sem tilnefndur var fyrir handritið að The Trial of the Chicago 7. 

Kjóllinn er fallega gulllitaður og sagði Porizkova fjölmiðlum að hana langaði til að vera klædd eins og óskarsstyttan. Ef svo færi að kærastinn ynni ekki verðlaunin gæti hann samt sem áður farið með gullstyttu heim!

Kjóllinn er frá Dolce & Gabbana og stenst hönnun hans svo sannarlega tímans tönn. Hálsmálið er einstaklega vel sniðið og fer fyrirsætunni vel.

Kjóllinn er frá Dolce & Gabbana og hafði setið í …
Kjóllinn er frá Dolce & Gabbana og hafði setið í fataskáp Porizkova í 15 ár. AFP
Hönnun Dolce & Gabbana stenst tímans tönn.
Hönnun Dolce & Gabbana stenst tímans tönn. AFP
mbl.is