Biotherm beitir sér í loftslagsmálum

Franska snyrtivörumerkið Biotherm á uppruna sinn að rekja til Pýreneafjalla. Fyrstu höfuðstöðvarnar voru í Mónakó en merkið var stofnað af lífefnafræðingnum Jeannine Marissal. Merkið hefur þróast mjög mikið en árið 2012 ákvað fyrirtækið að setja fókus á áhrif loftslagsbreytinga, mengunar og plastnotkunar í höfum heimsins. 

Síðan þá hefur Biotherm verið í samstarfið við helstu umhverfisstofnanir heims, eins og Tara Ocean Foundation, Surfrider Foundation Europe og frá og með apríl 2021 bætist Oceanographic Institute of Monaco við. 

Á ári hverju enda um 8 milljónir tonn af plasti í sjónum, veröldin er full af plasti og við megum ekki loka augunum fyrir því. Þetta hefur Biotherm haft að leiðarljósi síðustu áratugi og eru allar umbúðir Biotherm úr endurunnu plasti sem má endurvinna aftur ásamt því að formúlurnar eru lausar við plastagnir og innihaldsefni sem eru skaðleg umhverfinu og hafinu.

Árið 2020 fékk fyrsta varan frá Biotherm Svansvottun. Waterlover-sólarvörnin uppfyllir strangar kröfur um notkun efna sem eru skaðleg umhverfinu, um áhrif innihaldsefna á heilsu og um gerð og magn umbúða. Sólarvörnin hentar því öllum, jafnvel börnum.

Nýjasta herferð Biotherm er í samstarfi við ljósmyndarann og listakonuna Coco Capitán sem beitir sér mikið fyrir varðveislu plánetunnar. Capitán hannaði slagorð herferðarinnar, „How do you breathe without the sea?“ og vekur athygli á því að 50-80% af súrefni jarðar koma frá hafinu! Í línunni eru vinsælustu vörur Biotherm, Life Plankton™ elixir serum, Lait Corporel-húðmjólk og Aquapower-herrakrem sem allar eru merktar slagorði Capitán. Með þessari línu vekur Biotherm enn og aftur athygli á mikilvægi þess að vernda plánetuna okkar og höfin með aukinni flokkun og með því að draga úr mengun og plastnotkun.

Life Plankton™ elixir serum vinnur gegn öldrun húðar og inniheldur 100% lífræna virka góðgerla. Serumið styrkir varnarkerfi húðar, örvar viðgerðarhæfni og endurnýjun ásamt því að byggja hana upp.

Lait Corporel-húðmjólkin er einstaklega mjúk og nærandi, hún róar húð líkamans og gefur mildan og ferskan sítrusilm.

Aquapower-andlitskremið er eitt af vinsælustu herrakremum heims. Kremið hefur róandi áhrif á húð, fyllir hana raka, verndar og nærir.

Coco Capitán vinnur með Biotherm.
Coco Capitán vinnur með Biotherm.
mbl.is