Nýtt vopn í baráttunni við ellikerlingu

Bláa lónið var að senda frá sér nýtt serum sem …
Bláa lónið var að senda frá sér nýtt serum sem er gott fyrir þá sem vilja mýkri og jafnari húð.

Það er alltaf gleðistund þegar nýjar íslenskar vörur koma á markað. Á dögunum leit nýtt serum dagsins ljós frá Bláa lóninu. Um er að ræða serum sem vinnur gegn öldrun húðarinnar og styður við heilbrigði hennar. Fyrir þær sem vilja halda í æskuljóma sinn ætti þetta að vera eitthvað sem hentar vel.

Serum frá Bláa lóninu inniheldur BL + Comples, sem bætir kollagenbirgðir húðar og styrkir náttúrulegt varnarlag hennar. Serumið er unnið úr jarðsjó Bláa lónsins, C-vítamíni og í því eru líka þrjár tegundir af hýalúrónsýru.

The Serum-formúlan inniheldur einstaka samsetningu virkra efna sem stuðla að auknum raka, örva kollagenframleiðslu í húð, draga úr niðurbroti kollagens, veita vörn gegn umhverfismengun og hafa andoxunaráhrif.

Húðin verður sterkari, þéttari og fær mikinn raka djúpt niður í húðlögin. Dregur úr fínum línum og hrukkum, húðin verður heilbrigðari og ljómandi. Áður en varan fór á markað var hún prófuð af húðlæknum en hún er með léttri silkimjúkri áferð. Serumið er algerlega án ilmefna og hentar öllum húðgerðum. Þess má geta að serum hentar einnig fyrir grænkera þessa landsins og alheimsins. mm@mbl.is

BL+ serumið er í svörtum flöskum.
BL+ serumið er í svörtum flöskum.
Húðvörur Bláa lónsins hafa notið vinsælda.
Húðvörur Bláa lónsins hafa notið vinsælda.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »