Hvernig fæ ég þykkari augnhár?

Hér sést hvað augnhárin verða ríkulegri með Monsieur Big maskaranum …
Hér sést hvað augnhárin verða ríkulegri með Monsieur Big maskaranum frá Lancôme.

Lesendur Smartlands eru duglegir að leita ráða hjá mér og spyrja út í hitt og þetta sem fjallað er um á vefnum. Frá því Smartland fór í loftið hef ég fengið mörg þúsund fyrirspurnir. Hingað til hef ég svarað fyrirspurnum fólks í gegnum tölvupóst en í tilefni af 10 ára afmæli Smartlands ætla ég að svara spurningunum á vefnum sjálfum til að leyfa lesendum að fá innsýn í hvað gerist á bak við tjöldin. Hér fékk ég spurningu frá konu sem var að velta fyrir sér hvaða maskari væri langbestur eftir að hún hætti að nota augnháralengingar.

Sæl Marta María.

Ég er alltaf í vandræðum með augnhárin. Ég var lengi með augnháralengingar og eftir að ég hætti hafa augnhárin eiginlega ekki jafnað sig. Veist þú hvaða maskari er bestur til að láta augnhárin virka þéttari og lengri? Er eitthvað sem ég get gert til að reyna að fá lengri augnhár án þess að fara aftur í augnháralengingu?

Kveðja, S.

Augnháralengingar eru mjög fallegar þegar þær eru vel gerðar.
Augnháralengingar eru mjög fallegar þegar þær eru vel gerðar.

Sæl S.

Ég skil þjáningu þína. Einu sinni fyrir langalöngu var ég með augnháralengingar og fannst það frábært. En svo var ég orðin þreytt á að þurfa að láta laga augnhárin á nokkurra vikna fresti, hafði ekki tíma í það, og ákvað að hoppa af þessum vagni. Ég hef þó ekkert á móti augnháralengingum, finnst þær fallegar þegar þær eru vel gerðar. Ég upplifði svolítið eins og ég væri ekki með augnhár lengur þegar augnháralengingin var farin. Það er ljós við hinn enda ganganna. Með smá þolinmæði komst þetta allt í lag og í dag pæli ég lítið í þessu.

Monsier Big-maskarinn frá Lancôme er mjög góður.
Monsier Big-maskarinn frá Lancôme er mjög góður.

Ég vel maskara sem þykkja og lengja augnhárin þannig að þau virki lengri og þéttari. Það eru nokkrir maskarar sem mér finnst sérstaklega góðir og ég skipti reglulega um maskara til að vera ekki föst í sama farinu. Eitt sem hefur virkað vel fyrir mig er að nota grunn frá Max Factor sem heitir False Lash Effect Max Out Blue Primer. Þetta er svona undirmaskari sem er gott að nota til að láta augnhárin virka lengri. Hann er blár, sem virkar kannski furðulega, en hann gefur mjög góða fyllingu. Yfir hann finnst mér gott að nota Just Click It Volume-maskara frá Gosh. Hann er með geggjuðum bursta sem lengir augnhárin og gerir þau afar falleg. Með þessa tvennu hef ég ekki saknað augnháralenginganna. Ég játa þó að einstöku sinnum, ef mikið liggur við, fer ég í förðun og þá læt ég setja á mig gerviaugnhár til að búa til meiri stemningu. Monsier Big-maskarinn frá Lancôme er líka í miklu uppáhaldi og nota ég hann oft. Svo er ég mjög hrifin af maskaranum frá IT Cosmetics. Hann er ferlega góður. Gangi þér vel með þetta.

Kær kveðja,

Marta María.

Ef þér liggur eitthvað á hjarta þá getur þú sent mér póst á mm@mbl.is.

False Lash Effect Max Out Blue Primer frá Max Factor …
False Lash Effect Max Out Blue Primer frá Max Factor þykkir augnhárin.
Just Click It maskarinn frá Gosh gerir augnhárin þykk og …
Just Click It maskarinn frá Gosh gerir augnhárin þykk og falleg.
Hér sést áferðin á Max Faxtor Primernum þegar hann er …
Hér sést áferðin á Max Faxtor Primernum þegar hann er settur á augnhárin einn og sér.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »