Brúðurin má ekki vera eins og í öskudagsbúningi

Theodóru Mjöll Skúladóttur er margt til lista lagt. Hún starfar …
Theodóru Mjöll Skúladóttur er margt til lista lagt. Hún starfar á Barbarellu en notar frítíma sin til að þróa hárvörur og skrifa bækur.

Theodóru Mjöll Skúladóttur er margt til lista lagt. Hún starfar á Barbarellu en notar frítíma sin til að þróa hárvörur og skrifa bækur.

Það bíða margir spenntir eftir nýja hárvörumerkinu hennar Thea sem mun líta dagsins ljós í maímánuði á þessu ári.

„Tímarnir hafa breyst mikið síðustu misseri hvað varðar tísku bæði í hári og fatnaði. Flest okkar eru að horfa meira inn á við, kynnast sjálfum okkur betur og fólkinu okkar. Við erum rólegri en við áður vorum og það hefur hægst á öllum ýkjum og tískustraumum. Við erum meira að spá í gæði og gefum okkur betri tíma til að hugsa um hvað við viljum. Með þessar áherslur í huga hafa konur sem eru að fara að gifta sig viljað hafa hárið sitt náttúrulegra og afslappaðra en áður. Hvort sem þær vilja geta tekið hárið upp eða haft það slegið.“

Litlar perlur í einföldu hári gera mikið fyrir útlitið.
Litlar perlur í einföldu hári gera mikið fyrir útlitið. mbl.is/Pinterest

Fallegast þegar greiðslan er samkvæm brúðinni

„Mér finnst alltaf fallegast þegar brúðurin er samkvæm sínum eigin stíl.

Mér finnst sjást langar leiðir þegar brúðurin er með greiðslu í sínum anda eða þegar hún hefur fundið eitthvað á Pinterest sem er mjög ólíkt hennar eigin stíl.

Þá er brúðurin meira eins og í öskudagsbúningi en í sínu fegursta pússi. Eins skiptir máli að vera með hárgreiðslu sem dregur fram fallegustu eiginleika hársins og persónunnar sjálfrar. Það er töfrum líkast,“ segir Theodóra aðspurð um hvernig fallegast er að hafa hárið á brúðkaupsdaginn.

Hverju mælirðu með fyrir veislugestina þegar kemur að hári og greiðslum?

„Eina reglan sem ég set alltaf áður en ég greiði einhverjum eða ráðlegg einhverjum er að vera samkvæmur sjálfum sér.

Sítt og frjálslegt boho hár á brúðkaupsdaginn er í tísku …
Sítt og frjálslegt boho hár á brúðkaupsdaginn er í tísku um þessar mundir. mbl.is/Pinterest

Ég spyr alltaf hvernig einstaklingurinn er með hárið sitt dagsdaglega og þá hvort hárið eigi að vera svipað eða einhvern veginn öðruvísi. Viltu góða lyftingu? Litla lyftingu eða enga lyftingu?

Hvernig ertu með hárið þegar þú ferð út að borða? Er einhver greiðsla sem þig hefur alltaf langað í en kannt ekki að gera?

Viltu hafa hárið slétt eða krullað? Hálft upp, slegið, allt upp? Af hverju?

Því fleiri spurningar þeim mun betur er hægt að komast að því hvað þú vilt og af hverju. Út frá svona spjalli er svo hægt að finna út hvaða greiðsla hentar best miðað við hárgerðina og stíl viðkomandi.“

Mildir litir sem endast vinsælir

Hvaða litir í hárið eru vinsælir núna?

„Mildir litir sem endast vel eru vinsælir núna. Eins hefur verið vinsæt að hafa hárið ljósara við andlitið og að milda rót á móti ljósari endum. Hjá yngri kynslóðinni sem þorir aðeins meira þá er hár frá tíunda áratugnum og aldamótagreiðslur vinsælt.

Christina Aguilera- og Britney Spears-stílar og léttir strimlatoppar.“

Hárliturinn um þessar mundir er þannig að við andlitið er …
Hárliturinn um þessar mundir er þannig að við andlitið er hárið eilítið ljósara. mbl.is/Pinterest

Hvað með efni í hárið?

„Ég kýs alltaf efni með minnstu skaðlegu efnunum og er mjög hrifin af efnum sem gefa hárinu fyllingu án þess að finna fyrir efninu í hárinu sjálfu. Gott lyftingarsprey eða froða er lykillinn að endingargóðri lyftingu og raki í enda hársins er lykillinn að glansandi og heilbrigðum endum.“

Theodóra hvetur alla þá sem eru að fara að gifta sig að finna fallega nælu sem tilheyrir fjölskyldunni eða skraut sem á sér sögu og er fallegt.

„Hárskraut er mikið inni núna. Að finna skart sem hefur verið í fjölskyldunni er áhugavert. Jafnvel nælu frá ömmu eða mömmu og nota hana sem hárskraut til að gera greiðsluna persónulegri. Brúðkaup eru mjög persónulegur og einlægur viðburður og finnst mér verðandi brúðir verða að leyfa sér að nota aukahluti og flíkur sem eru þeim mikils virði í stað þess að tikka einvörðungu í eitthvert Pinterest-box.“

Hárskraut sem á sér sögu innan fjölksyldunnar er vinsælt um …
Hárskraut sem á sér sögu innan fjölksyldunnar er vinsælt um þessar mundir. mbl.is/Pinterest

Fallegar spennur í öllum stærðum vinsælar

Græn lauf og blöð eru vinsæl í hárið núna og blóm eru á undanhaldi að mati hennar.

„Svo er vinsælt að vera með fallegar silfur-, kopar- eða gullspennur í öllum stærðum og gerðum. Hvort sem þær eru nýjar eða eitthvað sem hefur fylgt fjölskyldunni.“

Blóm og blöð gera mikið fyrir greiðsluna.
Blóm og blöð gera mikið fyrir greiðsluna. mbl.is/Pinterest

Áttu leyndarmál sem þú ert til í að deila er varðar hárið?

„Já ég mæli með að fjárfesta í góðum túperingarbursta. Með honum geturðu fengið bæði milda og mikla fyllingu. Falið sveipi í hnakkanum og margt fleira.

Túperingarbursti er algjör nauðsyn og ættu allar konur að eiga einn slíkan.“

Fallegt hár í öndu frönsku konunnar.
Fallegt hár í öndu frönsku konunnar. mbl.is/Pinerest
Hárgreiðsla brúðarinnar þarf ekki að vera stíf eða flókin til …
Hárgreiðsla brúðarinnar þarf ekki að vera stíf eða flókin til að vera falleg. mbl.is/Pinterest
Hvítt og rautt er töff saman. Sér í lagi fyrir …
Hvítt og rautt er töff saman. Sér í lagi fyrir brúðina sem vil setja smá twist í útlitið. mbl.is/Pinterest
Frjálslegt og fallegt á brúðkaupsdaginn.
Frjálslegt og fallegt á brúðkaupsdaginn. mbl.is/Pinterest
Náttúrulegt hár fer vel með brúðkaupi sem haldið er upp …
Náttúrulegt hár fer vel með brúðkaupi sem haldið er upp í sveit.
Glæsileg greiðsla sem minnir á gömlu góðu tímana. Takið eftir …
Glæsileg greiðsla sem minnir á gömlu góðu tímana. Takið eftir hárskrautinu sem er einstaklega fallegt. mbl.is/Pinterest
Náttúrulegir liðir sem eru gerðir með góðu efni endast út …
Náttúrulegir liðir sem eru gerðir með góðu efni endast út brúðkaupsdaginn. mbl.is/Pinterest
Hippalega brúðurin velur greiðslu sem er ekki of formleg.
Hippalega brúðurin velur greiðslu sem er ekki of formleg. mbl.is/Pinterest
Brúðargreiðsla fyrir konuna sem elskar náttúruna.
Brúðargreiðsla fyrir konuna sem elskar náttúruna. mbl.is/Pinerest
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »