Í hálfrar milljónar króna jakkafötum

Elon Musk var flottur í tauinu á laugardag.
Elon Musk var flottur í tauinu á laugardag. Ljósmynd/YouTube

Elon Musk, stofnandi og eigandi Tesla, er svo sannarlega með dýran smekk. Í þættinum Saturday Night Live á laugardag klæddist hann einstaklega flottum jakkafötum frá Givechy. 

Jakkafötin sem Musk klæddist eru úr ull. Svartur jakki með eins konar hengilás framan á. Jakkinn kostar 3.135 bandaríkjadali eða um 388 þúsund krónur íslenskar. Buxurnar eru svartar og í stíl við jakkann. Þær kosta 840 bandaríkjadali eða rúmar 100 þúsund krónur.

Jakkafötin kosta rúmlega hálfa milljón íslenskra króna.
Jakkafötin kosta rúmlega hálfa milljón íslenskra króna. Ljósmynd/YouTube

Fötin kosta því í heild sinni rúmlega hálfa milljón króna. 

Bankareikningur Musks hefur þó ekki fundið mikið fyrir kaupunum á þessum jakkafötum þar sem auðæfi hans eru metin á um 160 milljarða bandaríkjadala og er hann næstríkasti maður heims á eftir Jeff Bezos. 

mbl.is