Svona vinnur þú baráttuna við hrukkurnar

Það eru til margar leiðir til að minnka hrukkurnar í …
Það eru til margar leiðir til að minnka hrukkurnar í andlitinu. mbl.is/Colourbox

Í dag þykir sjálfsagt að vera með slétta og fallega húð óháð aldri. Í raun má segja að aldur sé afstæður, þökk sé leiðunum sem hægt er að fara í baráttunni við hrukkurnar. 

Við verðum jarðbundnari með aldrinum, þroskaðri og útsjónarsamari sem er jákvætt og gott. Þó ekki sé nein ástæða til að leyfa jörðinni og þyngdarafli hennar að sigra í baráttunni við hrukkurnar.

Til eru fjölmargar leiðir til að halda húðinni unglegri. Helstu meðferðarsvæðin eru sem dæmi reiðihrukkurnar, broshrukkur í kringum augun og láréttu línurnar á enninu svo ekki sé talað um húðina á hálsinum. Hér er umfjöllun um nokkrar leiðir sem hægt er að fara til að slétta úr húðinni. 

Bótox

Bótox-meðferð er gerð til að draga úr hrukkum í andlitinu. Í bótox er vöðvaslakandi lyf sem innheldur toxín sem framleitt er af bakteríunni Clostridium botulinum. Efninu er sprautað í vöðva til að minnka hreyfingu andlitsins. Bótox er mest notað til að minnka hreyfanlegar hrukkur og línur í andlitinu. Meðferðin er ekki varanleg en árangurinn helst í fjóra til sex mánuði í senn. Fagmannlegt og vel gert bótox gefur andlitinu náttúrulegt útlit með hvíldara og ferskara yfirbragði.

Botox er vinsælt um þessar mundir.
Botox er vinsælt um þessar mundir. mbl.is/Colourbox

Aquagold-meðferð

Aquagold-meðferðin byggist á tæki sem inniheldur 20 örfínar nálar sem eru húðaðar 24 karata gulli. Nálarnar eru aðeins 0,6 mm að lengd sem er fullkomin stærð til að ná niður í leðurhúðina. Nálarnar örva kollagen-nýmyndun og með þeirra hjálp er hægt að koma virkum efnum á þann stað í húðina þar sem þau hafa mest áhrif.

Algengast er að nota hýalúronsýru (e skinbooster) og toxín en möguleiki er á að klæðaskerasníða lausnir eftir þörfum hvers og eins og blanda meðal annars í lausnina andoxunarefnum, vaxtarþáttum og peptíðum svo eitthvað sé nefnt.

Meðferðin eykur raka, minnkar svitaholur, minnkar olíumyndun og eykur þéttleika. Hún bætir áferð húðarinnar og mildar fínar línur og hrukkur þannig að útlitið verður ferskara og húðin ljómar.

Aquagold-meðferðin byggist á tæki sem inniheldur 20 örfínar nálar sem …
Aquagold-meðferðin byggist á tæki sem inniheldur 20 örfínar nálar sem eru húðaðar 24 karata gulli. mbl.is/skjáskot Instagram

Ávaxtasýrumeðferð

Meðferðin hentar flestum húðgerðum og er styrkleiki sýru valinn eftir húðgerðinni. Árangurinn er jafnara og sléttara yfirbragð. Minna áberandi svitaholur og aukinn raki í hreinni húðinni.

Meðferðin er framkvæmd af faglærðu fólki. Eftir meðferðina getur verið roði í húðinni í nokkra daga. Húðin getur einnig byrjað að flagna. Einkenni minnka vanalega eftir því sem meðferðarskiptum fjölgar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál