Theodóra Mjöll vinnur fyrir danskan hárvörurisa

Hér er Theodóra Mjöll þarnæst til hægri að útfæra útlitið …
Hér er Theodóra Mjöll þarnæst til hægri að útfæra útlitið fyrir myndatöku. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Hágreiðslukonan Theodóra Mjöll fékk draumaverkefni á dögunum þegar hún var beðin um að gera herferð fyrir hárvörumerkið HH Simonsen. Herferðin kemur út í haust en hér gefur hún lesendum Smartlands örlitla innsýn inn í herferðina. 

„Þetta æxlaðist allt þannig að einn eigenda HH Simonsen var í heimsókn á Íslandi á vegum Baldurs Rafns Gylfasonar hjá Bpro árið 2012. Á sama tíma var ég að gefa út mína fyrstu hárbók, Hárið, og sýndi Baldur honum bókina mína. Eigandanum leist svo vel á hugmynd bókarinnar að hann bað mig um að vinna með svipaða hugmynd fyrir fyrirtækið þeirra. Árið 2013 gerði ég því fyrstu auglýsingarherferðina með þeim þar sem ég sýndi hvernig hægt er að krulla/liða hárið með allra þeirra járnum á auðveldan hátt. Það samstarf hefur haldið áfram og nú er þetta í fjórða sinn sem ég geri slíka auglýsingarherferð með þeim plús tugi kennslumyndbanda,“ segir Theodóra Mjöll í samtali við Smartland. 

„Það er mikill heiður að fá að sjá um markaðsefni þessa danska hárvörumerkis út um allan heim og vera gefið algjört skapandi frelsi til að búa til hár úr öllum þeirra vörum og járnum. Ég fékk mér til liðs frábæra fagmenn og módel,“ segir hún. 

Það var ljósmyndarinn Íris Dögg Einarsdóttir sem myndaði herferðina en förðun var í höndum Söru Daggar Johansen og Hildur Sumarliðadóttir sá um stíliseringu.  

„Mín sérlega aðstoðarkona með meiru Ása Egilsdóttir og með henni í liði þær Viktoría, Halldóra, Silja, Agnes og Þórdís Hrund frá Hárakademíunni.

Fyrirsæturnar voru ekki af verri endanum en þar er að finna áhrifavaldinn Línu Birgittu Sigurðardóttur, Katrínu Sól, Söru Lind Teitsdóttur, Hildi Maríu, Pöttru Sriyanonge, Ásdísi Evu Ólafsdóttur, Ástrósu Traustadóttur, Jónu Kristínu, Kolbrúnu Maríu, Rakel Maríu, Hafdísi Renötudóttur, Silju Ómarsdóttur og Emilíu.  

Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál