„Við urðum ástfangnar af landinu“

Katrína Kristel Tönyudóttir förðunarfræðingur bendir á það ósagða - að …
Katrína Kristel Tönyudóttir förðunarfræðingur bendir á það ósagða - að augun séu eitthvað sem allir ættu að leggja áhreslu á í dag. Ljósmynd/Alisa Elíasson

Katrína Kristel Tönyudóttir förðunarfræðingur kann ótal ráð til að gera húðina í andlitinu fullkomna. Förðun skiptir miklu máli og vörurnar einnig en svo má ekki gleyma því að fegurðin kemur innan frá og því mikilvægt að drekka og borða eitthvað sem færir fegurð og hollustu inn í líkamann. 

Katrína Kristel Tönyudóttir útskrifaðist frá MUD Make-Up Designory árið 2016 og hefur starfað sem förðunarfræðingur síðan. Frá því hún man eftir sér hefur hún alltaf haft mikinn áhuga á fegurð, tísku, förðun og hári svo ferillinn sem hún hefur valið sér hefur komið fáum á óvart.

„Ég er fædd í Kiev í Úkraínu. Ég kom til Íslands í heimsókn ásamt móður minni þegar ég var tólf ára og urðum við báðar í þeirri ferð ástfangnar af landinu. Við höfum verið hér síðan og búið okkur til yndislegt líf.“

Þegar Katrína var barn lærði hún í skóla sem var einvörðungu fyrir stúlkur.

„Ég var ekki í hefðbundnum skóla eins og þekkist hér heldur var ég í skóla þar sem við urðum að vera í einkennisbúningi. Skórnir sem við klæddumst voru fallegir skór með litlum hæl og við þá klæddumst við ljósum sokkabuxum. Útlit okkar var óaðfinnanlegt og hárið fallega uppsett.

Á Gala-dögum þurftum við að koma fram og syngja eða dansa og fara með ljóð fyrir allan skólann. Sem barn var ég farin að aðstoða aðrar ungar stúlkur í skólanum við að setja upp hárið á sér og að farða sig.

Ég æfði einnig samkvæmisdans og var oft sett í ábyrgð fyrir hlutum sem reyndu á fegurðarskynið.

Ég hef alltaf verið heilluð af breytingunni og fullkomnu útliti og hrós hefur alltaf fært mér hamingju.

Ég á góðar minningar frá þessum árum.“

Sem barn var Karína farin að aðstoða aðrar ungar stúlkur …
Sem barn var Karína farin að aðstoða aðrar ungar stúlkur í skólanum við að setja upp hárið á sér og að farða sig. Ljósmynd/Alisa Elíasson

Katrína hefur unnið í sjónvarpi í ein fimm ár þar sem hún fékk góða reynslu af því að vinna hratt og faglega ásamt því að koma að uppsetningu á sviði í myndveri.

„Verk förðunarfræðinga felst ekki aðeins í því að gera fallega förðun heldur einnig að greina persónuleika hvers og eins. Ég tek mið af öllum litlum smáatriðum. Samsetningu lita, aldri viðkomandi og veit nákvæmlega hvað förðun getur gert fyrir hvern og einn. Ég elska að sjá sjálfstraustið skína frá viðskiptavinum mínum þegar þeir líta í spegilinn að förðun lokinni.

Einnig er mjög mikilvægt að viðhafa hreinlæti og að sótthreinsa allar vörur og bursta eftir notkun. Sérstaklega á tímum sem þessum.“

Hvað ertu að fást við núna?

„Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt í heimi förðunar og tísku. Þessi heimur breytist mjög hratt og ég þarf að fylgjast vel með öllum trendum og stílum. „Eyebrow Lamination“ er mjög vinsæl núna þar sem við gerum sem mest úr augabrúnunum og augnháralengingar þar sem hárin eru sett við enda augnháranna sem gefur fallega lyftingu.

Þessi aðferð hentar öllum sem vilja ekki of dramatískar breytingar á augnhárunum en vilja samt breyta til.“

„Eyebrow Lamination“ er mjög vinsæl núna þar sem gert er …
„Eyebrow Lamination“ er mjög vinsæl núna þar sem gert er sem mest úr augabrúnunum. mbl.is/Pinterest

Drekkur tvö vatnsglös að morgni

Hvernig ertu að farða þig núna?

„Það tekur mig ekki langan tíma að farða mig í dag. Ég er móðir tveggja barna og verð að halda uppi góðri rútínu daglega.

Ég byrja daginn á tveimur glösum af vatni og síðan fæ ég mér 60 til 120 ml af Aloe Vera Peach safa frá Forever Living Company. Fegurðin kemur innan frá þess vegna þurfum við að skoða nákvæmlega hvað við setjum ofan í okkur ekki síður en það sem við setjum á andlitið.

Á morgnana hreinsa ég andlitið mitt með Chanel Cleanser sem er mjúkt krem. Það hreinsar húðina og tekur allt sem hefur komið upp úr húðinni yfir nóttina. Húðin verður mjúk og hún djúphreinsast og verður undirbúin fyrir næsta skref húðumhirðunnar. Þá rúlla ég húðina með ísmolum sem hjálpar henni við að vakna og vera fersk yfir daginn. Það er einnig gott að taka kalda sturtu að morgni.

Næsta skref felur í sér að næra húðina og þá nota ég Chanel Hydra Beauty Micro Créme sem liggur fallega á húðinni og gefur henni gljáa og þá næringu sem hún þarf. Ég nota einnig Guerlain's Double R Renew & Repair-serumið sem þéttir húðina og minnkar hrukkurnar.

Ég kann vel við að nota augnkremið frá BIOEFFECT EGF sem er frískandi augnserum sem vinnur gegn öldrun húðarinnar og er sérstaklega hannað fyrir viðkvæmu húðina í kringum augun. Það dregur úr fínum línum og hrukkum. Minnkar þrota við augun og stuðlar að réttu rakajafnvægi og gerir húðina þétta og ljómandi. Auðvelt að bera serumið á húðina en flaskan er með kælandi stálkúlu sem tryggir jafna dreifingu.

Einnig mæli ég með augnkremi frá Guerlain sem heitir Abeille Royale Eye Cream. Það tekur bólgur og augnpoka og nærir húðina á einstakan hátt. Þessar tvær vörur eru það sem ég þarf á augnsvæðið mitt í dag. Ég mæli með að gera snögga æfingu á morgnana í fimmtán til þrjátíu mínútur hvort heldur sem er jóga, hugleiðslu eða að ganga utandyra á meðan kremin eru að setjast inn og vinna í húðinni. Við þurfum öll góðan svefn og ég mæli með að vakna aðeins fyrr til að geta undirbúið sig fyrir daginn. Góð hvíld og undirbúningur er allt sem við þurfum til að líta glæsilega út og líða vel í eigin skinni.“

La Mousse chanel Cleanser hreinsar óhreinindi úr húðinni.
La Mousse chanel Cleanser hreinsar óhreinindi úr húðinni.
Hydra Beauty Micro kremið frá Chanel nærir húðina og gefur …
Hydra Beauty Micro kremið frá Chanel nærir húðina og gefur henni fallegan gljáa.
Abeille Royale - Double Renew & Repair-serumið frá Guerlain þéttir …
Abeille Royale - Double Renew & Repair-serumið frá Guerlain þéttir húðina og minnkar hrukkur.
BIOEFFECT EGF augnkremið er frískandi og vinnur gegn öldrun húðarinnar. …
BIOEFFECT EGF augnkremið er frískandi og vinnur gegn öldrun húðarinnar. Flaskan er með kælandi stálkúlu sem tryggir jafna dreifingu.

Farðinn skiptir miklu máli

Það er mikilvægt að nota góðan farða sem jafnar húðina og passar vel við húðlitinn að hennar sögn.

„Eins er gott að nota hyljara á þau svæði sem við viljum hylja aðeins betur eins og til dæmis undir augun. Þá mæli ég með Waterproof Protective Undereye Concealer frá Lancôme. Hann jafnar húðlitinn og hylur dökka bauga og minnkar fínar línur í kringum augun. Ég á nokkra uppáhaldsfarða sem eru: It Cosmetics sem er þróaður af leiðandi lýtalæknum og margir í skemmtanaiðnaðinum nota. Farðinn er leyndarmál stjarnanna sem hylur vel og nær fram dásamlegu útliti þar sem hann er með lita leiðréttingu og er mjög nærandi og gerir húðina fullkomna ásýndar. Hann er einnig með SPF 50 vörn í sér. Svo er ég hrifin af Skin Self-Refreshing-farðanum frá Shiseido sem inniheldur litla kristalla og mandarínubörk. Hann gefur einstakt útlit. L´Essentiel Natural 16 H Wear-farðinn frá Guerlain er einnig silkimjúkur og gefur óaðfinnanlegt útlit og ferskleika.“

Abeille Royale Eye Cream tekur bólgur og augnpoka og nærir …
Abeille Royale Eye Cream tekur bólgur og augnpoka og nærir húðina á einstakan hátt.
Protective Undereye Concealer frá Lancôme er hyljari sem gott er …
Protective Undereye Concealer frá Lancôme er hyljari sem gott er að nota sem dæmi undir augun.


Það sem Katrína notar til að fá sólkysst útlit á þessum árstíma er Terracotta Bronzing Powder frá Guerlain.

„Eins nota ég púðurkinnalitinn Joues Contraste frá Chanel. Sem gefur unglegt og frísklegt útlit. Gott er að bera kinnalit undir kjálkann, á gagnaugað og á ennið. Sér í lagi fyrir okkur sem búum á Íslandi til að gefa okkur smá lit og ferskleika á þessum árstíma.“

L´Essentiel Natural 16 H Wear-farðinn frá Guerlain er silkimjúkur og …
L´Essentiel Natural 16 H Wear-farðinn frá Guerlain er silkimjúkur og gefur óaðfinnanlegt útlit.
Terracotta Bronzing Powder frá Guerlain er fyrir sólkysst útlit.
Terracotta Bronzing Powder frá Guerlain er fyrir sólkysst útlit.

Augun aðalatriðið í dag

Katrína bendir á að nú þegar við göngum mikið með grímur er mikilvægt að skyggja og gera augun meira áberandi ásamt því að fylla létt inn í augabrúnirnar.

„Í raun má segja að augabrúnir hafi aldrei verið jafn mikilvægar og í dag þar sem þær ramma inn andlitið.

Í uppáhaldi hjá mér núna er Brow Blade Ink Stain + Waterproof Pencil frá Urban Decay sem nýtist vel til að gera lýtalausar augabrúnir án langvarandi litunar.“

Jous Contraste kunnaliturinn frá Chanel er fallegur.
Jous Contraste kunnaliturinn frá Chanel er fallegur.

Hvaða fleiri förðunarvörur eru í snyrtibuddunni þinni?

„Ég er með varasalvann Aloe Lips frá Forever Living. Hann er fullkominn að mínu mati. Síðan er ég með „Le Lip Liner“ frá Lancôme og er Natural Mauve uppáhaldsliturinn minn í honum. Ég er einnig með augnahárakrullara frá Shiseido og Le Volume Révolution“ maskarann frá Chanel. Í snyrtibuddunni er einnig að finna Parure Gold-fastan farða frá Guerlain sem baðar húðina í réttu ljósi yfir daginn.“

Brow Blade Ink Stain + Waterproof Pencil frá Urban Decay …
Brow Blade Ink Stain + Waterproof Pencil frá Urban Decay auðveldar að gera fallegar augabrúnir.

Vaknar fersk og ert tilbúin í daginn

Hver eru tískutrendin núna þegar kemur að förðun?

„Augun eru aðalatriðið og að gera sem mest úr augabrúnunum. Augabrúna „lamination“ gefur andlitinu fallega lyftingu og ferskara útlit. Einnig eru augnháralengingar mjög vinsælar þar sem þú vaknar fersk og tilbúin í daginn án þess að þurfa að farða þig mikið. Augun eru spegill sálarinnar og því á það vel við að hlúa vel að þeim.“

Hverju eiga konur að huga sérstaklega að með aldrinum þegar kemur að förðun?

Hvað með varaliti?

„Við erum ekki mikið að nota varaliti núna vegna veirunnar, þess vegna mæli ég með að nota varasalva og fallegan varablýant á varirnar. Uppáhaldið mitt núna er Cellular Perfomance Total lip Treatment frá Sensai. Þessi nýja og silkimjúka formúla gefur vörunum raka og næringu. Hún smýgur djúpt undir yfirborð varanna og beinir athyglinni að útlínum þeirra og veitir þeim náttúrulega fyllingu. Háþróuð formúlan er silkimjúk viðkomu en helst jafnframt á sínum stað. Við eigum að njóta þess að vera með þrýstnar og fallegar varir.“

Aloe Lips frá Forever Living varasalvinn.
Aloe Lips frá Forever Living varasalvinn.

Ertu til í að deila með okkur góðu ráði til að gera augun fallegri?

„Ég mæli með jarðlitum og ferskjulituðum tónum á augun sem fara öllum. Þannig drögum við fram fallega augnlitinn okkar. Í þessu samhengi get ég mælt með Hypnose-palettunni frá Lancôme eða Couture Clutch-augnskuggapallettunni frá Yves Saint Laurent.“

Cellular Perfomance Total lip Treatment frá Sensai gefur vörunum raka …
Cellular Perfomance Total lip Treatment frá Sensai gefur vörunum raka og næringu.
Hypnose-palettan frá Lancôme er falleg blanda af jarðlita tónum.
Hypnose-palettan frá Lancôme er falleg blanda af jarðlita tónum.

Hendurnar mesta leyndarmálið

Hvert er besta trixið tengt förðun sem þú kannt?

„Hendurnar mínar eru besta trixið. Það ættu allir að prófa förðun hjá mér. Síðan mæli ég með að setja farðann áður en maður notar hyljarann á andlitið. Síðan kann ég annað ráð sem er að setja hvíta línu með augnlínupensli yfir augnlokið áður en þú setur ljósan augnskugga sem mun auka dýpt ljósa litsins á augunum.“

Couture Clutch-augnskuggapallettunni frá Yves Saint Laurent er litrík og skemmtileg.
Couture Clutch-augnskuggapallettunni frá Yves Saint Laurent er litrík og skemmtileg.

Hverjar eru uppáhaldshárvörurnar þínar?

„Ég nota mikið Balmain-vörurnar. Sem dæmi má nefna Argan Moisturizing Elixir frá Balmain sem gefur gljáa og raka í hárið og gerir allar greiðslur auðveldari þegar kemur að hárinu.“

Katrína Kristel Tönyudóttir förðunarfræðingur er alltaf smart til fara í …
Katrína Kristel Tönyudóttir förðunarfræðingur er alltaf smart til fara í vinnunni. Ljósmynd/Alisa Elíasson
Katrína notar Balmain vörurnar í hárið.
Katrína notar Balmain vörurnar í hárið.
Katrína Kristel farðaði þessa brúði nýverið.
Katrína Kristel farðaði þessa brúði nýverið.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál