Brúðarkjóll Grande í anda Hepburn

Ariana Grande og Dalton Gomez á brúðkaupsdaginn.
Ariana Grande og Dalton Gomez á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

Brúðarkjóll tónlistarkonunna Ariönu Grande var hannaður í anda kvikmyndastjörnunnar Audrey Hepburn. Grande gekk að eiga Dalton Gomez þann 15. maí síðastliðinn og deildi í vikunni myndum úr brúðkaupinu.

Brúðkaupið var haldið á heimili Grande í Montecito í Kaliforníu og fengu aðeins útvaldir boð í veisluna. 

Kjóll Grande er eftir tískuhönnuðunn Veru Wang. Hún valdi hvítt silki í kjólinn, með opnu baki. Til að segja punktinn yfir i-ið var hún með einstaklega fallegt slör með satín slaufu. Slörið var hannað með innblástri frá Jo Stockton í Funny Face. 

Hún var með perlu og demants eyrnalokka eftir Lorraine Schwartz í stíl við trúlofunarhringinn. Gomez hannaði svo giftingahringinn sjálfur. 

Brúðguminn klæddist klassískum jakkafötum frá Tom Ford. 

Kjólinn hannaði Vera Wang.
Kjólinn hannaði Vera Wang. Skjáskot/Instagram
Slörið var hannað í anda kvimyndar Audrey Hepburn Funny Face …
Slörið var hannað í anda kvimyndar Audrey Hepburn Funny Face frá árinu 1957. Skjáskot/Instagram
Brúðkaupið var haldið á heimili Grande í Montecito.
Brúðkaupið var haldið á heimili Grande í Montecito. Skjáskot/Instagram
mbl.is