Serumið sem dregur úr öldrunareinkennum

Ása Brynjólfsdóttir
Ása Brynjólfsdóttir

Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláa lónsins, er stolt af nýja seruminu sem fyrirtækið var að setja á markað. Serumið hefur verið tvö ár í þróun og segir Ása að varan marki tímamót.

„Meginmarkmiðið með nýju BL+-húðvörulínunni frá Blue Lagoon Iceland er að bjóða upp á hágæða húðvörur sem vinna gegn öldrunareinkennum húðarinnar og stuðla að heilbrigði hennar. Kjarninn í BL+ er nýtt, byltingarkennt innihaldsefni, BL+ COMPLEX, sem er afrakstur 30 ára rannsóknavinnu. BL+ COMPLEX nýtir einkaleyfi á hinum lífvirku örþörungum og kísil Bláa lónsins og byggist á brautryðjandi tækni í sjálfbærri framleiðslu. Við hönnun á BL+ COMPLEX er notuð náttúruleg fosfólípíðferja til þess að koma einstakri blöndu af örþörungum og kísil djúpt niður í húðlögin til að hámarka virkni. BL+ COMPLEX styrkir náttúrulegar varnir húðarinnar og vinnur gegn ótímabærri öldrun hennar með því að örva nýmyndun kollagens og vinna gegn niðurbroti þess,“ segir Ása.

Finnst þér fólk vera að sækjast eftir öðruvísi húðvörum í dag en til dæmis þegar Bláa lónið fór að bjóða upp á húðvörur á sínum tíma?

„Að mínu mati er fólk almennt að sækjast eftir svipuðum eiginleikum í húðvörum og áður. Hins vegar gerir markaðurinn mun meiri kröfur um að það séu staðfestar rannsóknir á bak við vörurnar, þær innihaldi hrein, rekjanleg innihaldsefni og séu öruggar fyrir manninn og umhverfið. Við hjá Bláa lóninu höfum ávallt lagt áherslu á að bjóða upp á hágæða vörur, sem byggjast á vísindum, virkni og sjálfbærni.“

Þegar Ása er spurð að því hverju hún sé stoltust af þegar kemur að seruminu, segir hún að varan vinni gegn öldrunareinkennum.

„BL+ The Serum er vara sem hefur einstaka virkni sem vinnur gegn öldrunareinkennum húðarinnar og eykur heilbrigði hennar til langs tíma. Hér er á ferðinni öflug formúla með blöndu af lífvirkum innihaldsefnum; BL+ COMPLEX, sem byggir upp kollagenbirgðir húðar og styrkir efsta varnarlag hennar, C-vítamín sem hefur andoxunarvirkni, þrjár gerðir hýalúransýra sem veita húðinni raka og nærandi jarðsjór Bláa lónsins sem er ríkur af steinefnum og stuðlar að aukinni upptöku virkra efna. Út frá rannsóknum okkar sjáum við að serumið er öflugur rakagjafi, þéttir húðina, styrkir hana og dregur úr fínum línum. Við hönnun vörunnar lögðum við ríka áherslu á að fylgja ströngustu kröfum um framleiðslu náttúrulegra og umhverfisvænna snyrtivara. BL+ The Serum-formúlan er 100% náttúruleg, inniheldur einungis COSMOS APPROVED innihaldsefni og er varan COSMOS NATURAL vottuð af Ecocert Greenlife. Vottunin staðfestir að innihaldsefni húðvaranna séu af endurnýjanlegum og ábyrgum uppruna og séu einnig rekjanleg, vegan og laus við erfðabreytt efni og gerviefni. Auk þess eru umbúðirnar endurvinnanlegar. Serumið er í glerflösku, sem sérstaklega er hönnuð til að verja vöruna fyrir UV-geislum sólarinnar, tryggir gæði vörunnar og lengir líftíma hennar. Við leitum ávallt leiða til að gera alla okkar framleiðsluferla umhverfisvænni. Sem dæmi þá höfum við þróað nýja tækni við að draga úr kolefnislosun með því að fóðra örþörunga með koltvísýringi sem annars færi út í andrúmslofið. Bláa lónið er fyrsti snyrtivöruframleiðandinn, að við vitum til, sem nýtir jarðvarmastraum með þessum hætti til hráefnaframleiðslu snyrtivara. Við kolefnisjöfnum bæði hráefnaframleiðslu okkar og flutning varanna úr vöruhúsum til viðskiptavina. Við settum serumið fyrst á markað í febrúar á þessu ári í Bandaríkjunum og hafa móttökurnar verið virkilega góðar. BL+ The Serum hefur vakið athygli fjölmiðla á borð við Coveteur og Forbes sem ein af bestu nýjungunum á markaðnum og hlaut það nú í apríl viðurkenninguna 2021 ELLE Green Beauty Star. Þá viðurkenningu hljóta vörur eða vörumerki sem bjóða upp á byltingarkennda nálgun við hönnun snyrtivara með velferð neytenda og náttúru í huga. Við erum afar þakklát og stolt af þessum viðtökum og hlökkum til að kynna vöruna hér á landi,“ segir Ása.

Hvenær hófst þróun á BL+ The Serum?

„Þróun á nýja seruminu byrjaði fyrir rúmum tveimur árum. Hins vegar er mun lengra síðan við hófum þróunina á lykilinnihaldsefni vörunnar, BL+ COMPLEX. Við höfum undanfarin 30 ár stundað rannsóknir á jarðsjó Bláa lónsins og lífvirkum innihaldsefnum hans, örþörungum og kísil. Þessar rannsóknir okkar hafa meðal annars leitt í ljós að örþörungarnir og kísillinn hafa einstaka virkni þegar kemur að því að draga úr öldrun húðarinnar. Rannsóknirnar sýndu að þau örva nýmyndun kollagens í húð, draga úr niðurbroti þess og styrkja efsta varnarlag húðarinnar. Byggt á þessum rannsóknum, sem fyrst voru birtar 2008, hófum við þróun á BL+ COMPLEX sem er þessi einstaka blanda örþörungs og kísils.“

Spurð um markhópinn segir hún að serumið sé fyrir fólk frá 30 ára aldri og upp úr. Á næstunni koma fleiri vörur sem búa yfir sömu eiginleikum og serumið.

„Markhópur BL+-húðvörulínunnar eru karlar og konur 30 ára og eldri sem sækjast eftir virkum hágæða vörum, eru meðvituð um mikilvægi heilbrigðrar húðar og umhverfi sitt. Við höfum tekið mið af því við hönnun BL+-húðvörulínunnar að fólk hefur áhuga á því að einfalda sína daglegu húðumhirðu og eins og nafn vörunnar, BL+ The Serum, gefur til kynna þá er þetta serumið sem uppfyllir þínar daglegu þarfir. BL+ The Serum er frábær viðbót inn í daglega húðumhirðu og er það notað undir rakakrem eða sólarvörn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál