Leigði brúðarkjólinn sem nú er uppseldur

Carrie Johnson og Boris Johnson gengu í hjónaband um helgina.
Carrie Johnson og Boris Johnson gengu í hjónaband um helgina. AFP PHOTO / 10 DOWNING STREET / REBECCA FULTON

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands gekk að eiga unnustu sína, Carrie Symonds, á laugardaginn. Brúðarkjóllinn seldist upp um leið en Symonds, sem nú hefur tekið upp eftirnafnið Johnson, leigði sinn kjól. 

Fram kemur vef BBC að kjóllinn sé frá hönnuðinum Christos Costarellos. Costarellos fæddist í Þýskalandi en starfar í Grikklandi þar sem hann lærði fatahönnun. Hann lærði einnig hönnun í London College of Fashion. Hann sækir innblástur í grískan menningarheim og ber brúðarkjóll frú Johnson þess merki. 

Kjóllinn sem var til sölu á Net-a-Porter seldist upp eftir brúðkaupið um helgina að því er fram kemur á vef Daily Mail. Hann kostaði 2.870 pund eða tæpa hálfa milljón íslenskra króna. Frú Johnson borgaði þó ekki svo mikið þar sem hún er sögð hafa leigt kjólinn á 45 pund eða innan við átta þúsund krónur. Það gerði hún í gegnum MyWardrobeHQ sem er tískuleigumiðlun.

Carrie og Boris Johnson voru glæsileg á brúðkaupsdaginn.
Carrie og Boris Johnson voru glæsileg á brúðkaupsdaginn. AFP PHOTO / 10 DOWNING STREET / REBECCA FULTON
Kjóll Carrie Johson hefur vakið mikla athygli.
Kjóll Carrie Johson hefur vakið mikla athygli. AFP PHOTO / 10 DOWNING STREET / REBECCA FULTON
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál