Varafyllingarnar stærstu mistökin

Bond-stúlkan fyrrverandi Britt Ekland er ekki ánægð með hvernig varafyllingarnar …
Bond-stúlkan fyrrverandi Britt Ekland er ekki ánægð með hvernig varafyllingarnar fóru með andlit hennar. Skjáskot/Instagarm

Fyrrverandi Bond-stúlkan Britt Ekland segir að varafyllingar sem hún fékk sér hafi eyðilagt andlit sitt. Sænska leikkonan er 78 ára og lék í Bond-myndinni The Man with the Golden Gun sem kom út árið 1974. Hún segir varafyllingarnar stærstu mistök lífs síns. 

„Allir hafa rétt á því að velja,“ sagði Ekland í viðtali við tímaritið Platinum að því er fram kemur á vef Daily Mail um fegrunaraðgerðir. „Ég fór í þær allar á sextugsaldri og myndi ekki gera það aftur. Ég hef ekki áhuga á að líta öðruvísi út en ég geri í dag.“

Leikkonan fór á sínum tíma til læknis í París eftir ráðgjöf í Lundúnum. Hún fékk töluvert sterkari efni en hún bjóst við en henni var sagt að um nýtt efni væri að ræða. Í dag er efnið talið hættulegt og ekki notað en var vinsælt á á tíunda áratug síðustu aldar. Til að mynda var efnið aldrei leyfilegt í Bandaríkjunum. „Áhrifin eru varanleg. Fæstir læknar í dag nota það,“ sagði sérfræðingur á vef Daily Mail. 

Ekland hefur reynt að draga úr áhrifunum. „Mér líður vel núna, betur en mér hefur liðið í mörg ár ... það eldast allir,“ sagði Ekland og sér ekki tilgang með því að eldast. „Við förum öll í sömu átt og það er ekkert sem við getum gert í því ... þetta snýst bara um að hugsa vel um sig á því ferðalagi.“

View this post on Instagram

A post shared by Britt Ekland (@brittekland)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál