Þetta er ilmurinn sem fer með þig til Rómar

Hringleikahúsið í Róm hefur mikið aðdráttarafl.
Hringleikahúsið í Róm hefur mikið aðdráttarafl. AFP

Nýi Valentino-ilmurinn, Born in Rome yellow dream, kemur með vorið inn í líf fólks. Hann dregur fram nýja orku og ilmar af jákvæðni. Róm er þekkt fyrir sína einstöku gylltu sólarupprás sem umvefur borgina á hverjum morgni. Rétt eins og rómanska sólarupprásin gefur Yellow Dream þér tækifæri til að setja jákvæðni og bjartsýni í forgrunn. Í ilminum má finna orkugefandi ítalska sítrónu, ljómandi rósaþykkni og nútímalegt hvítt musk. Í ilminum eru líka mandarínur, ananasþykkni, ávanabindandi engifer, vanilla og sedrusviður. Vegna veirunnar er fólk ekki mikið á ferðinni en það er vel hægt að komast hálfa leið til Rómar með þessum ilmi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »