Klæddist Chanel á hverjum degi

Keira Knightley er alltaf í Chanel.
Keira Knightley er alltaf í Chanel. AFP

Breska Hollywoodstjarnan Keira Knightley á fullan skáp af fötum frá tískuhúsinu Chanel. Í stað þess að klæða sig í íþróttabuxur og hettupeysu í útgöngubanni í kórónuveirufaraldrinum klæddi Knightley sig upp í Chanel á hverjum degi. 

„Ég er spennt fyrir því að klæðast fallegum fötum aftur,“ sagði Knightley í viðtali við Harper's Bazaar. „Við erum með trampólín í garðinum og ákváðum að við ætluðum bara að klæðast kjólum á því. Ég setti á mig rauðan varalit á hverjum degi, fór í öll Chanel-fötin í skápnum mínum og Edie dóttir mín var með Chanel-borða sem ég fléttaði í hár hennar og var með vængi.“ Eiginmaður Knightley, tónlistarmaðurinn James Righton, fékk að hoppa ef hann klæddist litríkum Gucci-jakkafötum.

Það voru hæg heimatökin fyrir Keiru Knightley að klæðast Chanel á hverjum degi. Hún hefur unnið fyrir Chanel lengi og klæðist nær eingöngu fötum frá merkinu á rauða dreglinum. Hún minnist þess þegar hún hitti Karl Lagerfeld þegar hún var ung. „Ég var að örugglega of ung til þess að vera hrædd við hann,“ sagði Knightley. „Ég gisti á Ritz og þegar ég opnaði fataskápinn fann ég öll þessi Chanel-föt. Ég hélt að það hefði ekki verið tekið til í herberginu svo ég hringdi niður í móttökuna og sagði að einhver hefði skilið öll fötin sín eftir. Þau sögðu að þau væru þarna fyrir mig. En ekki til þess að eiga.“

Keira Knightley.
Keira Knightley. AFP
mbl.is