Stækka við sig

Orri Finnbogason skartgripahönnuður.
Orri Finnbogason skartgripahönnuður.

Skartgripaverslunin OrriFinn flutti sig um set í dag í nýtt og stærra húsnæði á Skólavörðustíg 43. Verslunin hefur verið neðar á Skólavörðustígnum frá því hún var opnuð snemma á síðasta áratug.

Að baki OrriFinn stendur parið gullsmiðurinn Orri Finnbogason og hönnuðurinn Helga Guðrún Friðriksdóttir, en Helga Guðrún var valin ein af framakonum Smartlandsins á síðasta ári.

mbl.is