Þetta eru uppáhaldssnyrtivörur Kristínar

Kristín Samúelsdóttir.
Kristín Samúelsdóttir.

Kristín Samúelsdóttir, förðunarfræðingur og ljósmyndari, ætlar að vera með mikla sólarvörn í andlitinu í sumar. 

Sports BB Cream SPF 50+ Sunscreen

„Þessi sólarvörn er mín allra uppáhalds og er algjörlega ómissandi fyrir mig – sérstaklega á sumrin. Þá vil ég helst vera létt og náttúrulega máluð en Sport-sólarvörnin er eins og litað dagkrem og gefur fallegasta lit á sólarvörn sem ég hef prófað. Formúlan er líka skemmtileg að því leyti að hún er hönnuð sérstaklega fyrir íþróttafólk. WetForce-tæknin hefur þau áhrif að þegar vörnin verður fyrir vatni, svita eða raka þá eykst vörnin hennar enn frekar og dregur úr olíuframleiðslu húðarinnar.“

Clarins SOS Primer „Peach“

„Lúmskur, þekjandi primer sem gengur undir hvaða farða sem er. Hann gefur húðinni svo ótrúlega fallegan ljóma en ljómandi húð er alltaf klassísk á sumrin. Farðagrunninn er bæði hægt að nota einan og sér til að fríska upp á húðina og jafna lit, eða undir farða svo förðunin haldist lengur á.“

Chanel Les Beiges bronzing cream

„Varan sem Chanel gerði allt vitlaust með enda engin furða! Þetta fallega sólarpúður er mitt á milli þess að vera krem- og púðurvara. Það er ótrúlega þægilegt í notkun og með því að bera það á hæstu punktana á andlitinu gefur það manni svo hlýtt og ferskt útlit. Húðin verður alltaf fallega sólkysst þegar þú notar Soleil de Tan.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »