Gríman af og varalit á!

Nú er tími til að setja á sig fallegan varalit.
Nú er tími til að setja á sig fallegan varalit. Nojan Namdar/Unsplash

Það er komið að því að fagurlitaðar varir fái að njóta sín á ný og einhverjir sem þurfa rifja upp hvernig á eiginlega að varalita sig, svo lengi hafa varirnar verið í felum undir grímunum. Smartland tók púlsinn á nokkrum heitustu litum sumarsins:

Rouge Dior-línan er með guðdómlega liti fyrir sumarið, að sjálfsögðu í litum sumartísku hátískuhússins. Vínrauðir og bleikir mattir tónar koma þar sterkir inn en úr nægu er að velja því litirnir 75 eru þar að auki með mismunandi áferð eftir því hvað hentar. Af mörgum fallegum heldur Smartland þessa stundina einkum upp á lit númer 663, bleikrauðan með yndislegum næntís-glansi og helst vel og lengi á. 

Þeir sem eru á leið til Frakklands í huganum því þeir þora ekki enn að ferðast ættu að skella á sig lit úr línunni LÁBSOLU ROUGE frá Lancôme. Liturinn, númer 282 og kallast „Very French“ er allt sem prýða þarf mann í íslensk-frönsku sumarfríi; eldrauður, með köldum og hrokafullum frönskum undirtón og steinmattur.

Það er afar freistandi að fara alla leið í að gljálakka varirnar svo á þær skíni eins og nýbónaður rauður Porsche. Chanel er einmitt að skynja þá þörf og í línu þeirra Rouge Allure Laque er litur númer 70, immobile, rauður Porsche varanna og lakkið helst gljáfægt og glansandi í 12 tíma. Raunar má kalla Rouge Allure Laque-línuna varalakk í stað varalits en lakkgljáinn er næstum eins og unninn í fotoshop, svo óvenjuríkur er hann. Fyrir þær sem vilja aðeins bleikari og dempaðri er litur númer 62 mjög góður fyrir Laugaveginn í hádeginu.

Liturinn Love nr. 001.
Liturinn Love nr. 001.

Gosh á alltaf góða klassíska liti í sínum fórum, á góðu verði. Gosh luxury Rose-varalitirnir eru með einkar mjúka áferð og henta þeim vel sem vilja miðlungsþekju. Litirnir Love, nr. 001 og Romance, nr. 002, henta mjög vel dagsdaglega og hafa þann kost að fara einhvern veginn öllum. Það setur svo smá extra ramma að nota varalitablýantinn frá Gosh með sama númeri.

Liturinn Romance nr. 002.
Liturinn Romance nr. 002.

Annar frá Gosh sem er geggjaður, hádramatískur og fyrir extra athygli á varir er úr velvet touch-línunni þeirra, djúpkastaníubrúnn númer 23, mattur og situr vel á.

Þá virðist Guerlain, eins og þeir gera oft, ætla að stela svolítið þrumunni í skutlustælum en í KissKiss-línu þess eru geggjaðir sumarlegir litir og þeir sitja óvenjulétt á vörunum, mattir, þannig að tilfinningin er ekki að vera mjög varalitaður þrátt fyrir að þeir eigi að duga út daginn og vel það. Litur númer 520, sexy coral, bleik-appelsínugulur, er himneskur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál