Þú skemmtir þér betur með bleikt hár

Ef marka má litakvöld Bpro á Íslandi þá ættu konur …
Ef marka má litakvöld Bpro á Íslandi þá ættu konur að þora að lita hárið bleikt í sumar.

Fjölskyldufyrirtækið Bpro sem stofnað var af þeim hjónum Baldri Rafni Gylfasyni og Sigrúnu Bender var með litakvöld fyrir fagfólk nýverið í heildsversluninni við Smiðsbúð 2. Litakvöldið var á vegum Davines og mættu þrír sérfræðingar í hárbransanum og sýndu listir sínar. Það voru þær Harpa Ómarsdóttir eigandi Blondie, Sara Anita Scime á Kompaníinu og Karlotta Margrétardóttir á Ónix.

Þær sýndu fullum sal af fagfólki heitustu hártrendin með hárlitunum og lita-næringunum frá Davines. Ef marka má það sem sýnt var ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi frá Davines í sumar. 

Það sem vakti athygli var meðal annars bleikt hár í anda kvikmyndaleikkonunnar Marilyn Monroe. Klassískt náttúrulegt hár eins og hefur verið vinsælt að undanförnu og í raun alls konar litir. Sjón er sögu ríkari. 

Þær Harpa Ómarsdóttir eigandi Blondie, Sara Anita Scime á Kompaníinu …
Þær Harpa Ómarsdóttir eigandi Blondie, Sara Anita Scime á Kompaníinu og Karlotta Margrétardóttir á Ónix sýndu listir sínar með Davines-hárvörunum.
Háglansáferð í náttúrulegu hári.
Háglansáferð í náttúrulegu hári.
Það var fullt út að dyrum á litakvöldi Bpro nýverið.
Það var fullt út að dyrum á litakvöldi Bpro nýverið.
Kaldur sandbrúnn litur er við hæfi núna.
Kaldur sandbrúnn litur er við hæfi núna.
Litur fyrir þær sem þora.
Litur fyrir þær sem þora.
Rokk, ról og smá pönk verður vinsælt í sumar.
Rokk, ról og smá pönk verður vinsælt í sumar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál