Er hægt að finna betri lykt?

Fátt er meira aðlaðandi en vel lyktandi karl. Mörg stærstu ilmmerki heims gefa út nýja ilmi fyrir sumarið og 2021 er engin undantekning. 

Luna Rossa Carbon frá Prada er seiðandi og herralegur ilmur. Hann hefur ferskleika lofts og er kröftugur eins og óbrjótandi grjót. Málmkennd lavender, grænn sítrus, ljómandi patchouli-viður og trjákvoða gefa dáleiðandi blöndu ilmsins.

Aqua Di Gio Profondo Lights er nýjasta viðbótin í herralínu Giorgio Armani. Ferskur, náttúrulegur og ákafur ilmur sem dregur fram leyndardóma hafsins með grænni mandarínu, kardimommu og kröftugum sjávar- og viðarnótum.

Y er einn vinsælasti herrailmur YSL á Íslandi. Þennan ilm geta allir herrar notað, metnaðarfullir, tímalausir, hugrakkir og ögrandi í anda Lenny Kravitz sem er andlit ilmsins. Kraftmikill ferskleiki með dýpt viðartóna. WhYnot? Til að vita hvert þú ert að fara þarftu að vita hvaðan þú komst.

Valentino Born in Roma Yellow Dream er herrailmur bjartsýni sem dregur fram nýja orku og jákvæðni. Innblástur ilmsins er sóttur í menningu Rómar og einstaka sólarupprás borgarinnar. Ilmurinn inniheldur ferskleika ítalskrar mandarínu og ananansþykknis, ávanabindandi engifer og kraft vanillu og sedrusviðar.

Polo Cologne intense er nýr ilmur frá Ralph Lauren með samsetningu greipaldins, salvíu og patchouli sem gefa honum mikla dýpt. Polo kom á markað árið 1978 og var fyrsti chypre-herrailmurinn á markaðnum. Innblásturinn í Cologne Intense er hugmyndaríkur og skapandi maður sem sækir í félagsskap.

Antaeus Eau de Toilette frá Chanel er óður til grísku goðanna. Anateus er arómantískur leður- og viðarilmur sem var hleypt af stokkunum 1981 og verður því fertugur í ár. Óaðfinnanleg kryddblanda sem fær fólk til að stoppa og snúa sér við.

Jean Paul Gaultier – Le Male er vinsælasti ilmur fyrirtækisins frá upphafi og seljast hvorki meira né minna en fimm glös af honum á hverri mínútu. Ilmurinn lyktar af kryddi og kynþokka. Það sem fullkomnar blönduna er toppur af vanillunótum sem framkalla goðsagnakennda ímynd hins kynþokkafulla sjóara frá stríðsárunum.

Carolina Herrera – Bad Boy endurspeglar nútímaherramennsku. Sterkur en viðkvæmur, djarfur en yfirvegaður. Elding sem færir þér viðar- og piparnótur með einum úða. Bad Boy veit hver hann er og lætur alla eftir sér taka!

Dolce & Gabbana – Light Blue Forever er nýjasta viðbót í Dolce & Gabbana. Hann er ferskur og seiðandi sítrusilmur sem fagnar fjölbreytileikanum og eilífri ást. Innblástur ilmsins má rekja til Capri-eyja á Ítalíu, með frísklegum blóðappelsínu- og sítrónunótum sem undirstrika mjúka musk og hlýjan sedrusvið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »