Krem fyrir karla sem hitta í mark

Vörurnar frá Guinot eru vandaðar og henta sérlega vel fyrir karlmenn. Hér eru nokkrar vörur sem mælt er með fyrir karla.

Eye Fresh-augnkrem

Endurnýjandi og rakagefandi augnkrem sem inniheldur koffein sem dregur úr þrota og baugum.

Kremið er borið á með áfastri stálkúlu sem gefur kælandi áhrif.

Kremið hefur afeitrandi áhrif á augnsvæðið og mýkir húðina. Notað kvölds og morgna.

Hydra Beauty-rakamaski

Maskinn hentar öllum húðgerðum. Hann þéttir húðholur og veitir djúpan raka. Til að hámarka virkni virkra efna er gott að nota andlitsdjúphreinsi.

Gommage Biologic-andlitsdjúphreinsir

Varan inniheldur aha-sýrur og grænt te. Þetta er gelkenndur djúphreinsir sem verður að olíu og fjarlægir dauðar húðfrumur. Notkun djúphreinsa hámarkar virkni virkra efna í andlitskremum og andlitsmöskum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »