Liv stolt af nýjasta afkvæminu

Liv Bergþórsdóttir forstjóri Orf Líftækni.
Liv Bergþórsdóttir forstjóri Orf Líftækni.

Íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT kynnir í dag nýja byltingarkennda húðvöru fyrir líkamann, EGF Body Serum. EGF Body Serum inniheldur aðeins átta innihaldsefni þar á meðal ríkulegt magn af EGF prótíni úr byggi, hreint íslenskt vatn, hýalúrónsýru og glýserín. Þessi olíu- og ilmefnalausa formúla lífgar upp á húðina, veitir henni langvarandi raka og gefur henni mýkri og sléttari áferð. Með reglulegri notkun eykur serumið þéttleika húðarinnar og dregur úr sýnilegum merkjum öldrunar.

„Við erum stolt af því að geta boðið viðskiptavinum okkar hreinar húðvörur sem virka. Hér er komin enn ein nýjungin frá öflugu teymi vöruþróunar BIOEFFECT: serum sem hentar vel til að bera á líkamann. Samkvæmt niðurstöðum úr rannsóknum virkar EGF Body Serum sérstaklega vel á þurra húð og gefur henni fallegan ljóma ásamt því að stinna húðina,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri ORF Líftækni. EGF Body Serum má nota bæði kvölds og morgna, eða eins oft og hver vill. 

EGF Body Serum fræa BIOEFFECT.
EGF Body Serum fræa BIOEFFECT.

BIOEFFECT er margverðlaunað íslenskt húðvörumerki í eigu ORF Líftækni. ORF Líftækni er leiðandi fyrirtæki í plöntulíftækni og framleiðir sérvirk prótín í byggi í vistvænu gróðurhúsi félagsins. BIOEFFECT húðvörururnar innihalda virka innihaldsefnið EGF (Epidermal Growth Factor) úr byggi, en það er prótín sem viðheldur náttúrulegu heilbrigði húðarinnar. BIOEFFECT vörurnar hafa fengið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir virkni, hreinleika og gæði og eru seldar í stærri verslunum og netverslunum um allan heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál