Geislaði í fokdýrum laxableikum jakka

Bleiki liturinn fer Katrínu vel.
Bleiki liturinn fer Katrínu vel. AFP

Katrín hertogaynja af Cambridge geislaði í fallegum og aflöppuðum fatnaði þegar hún heimsótti náttúruminjasafnið í Lundúnum í vikunni. Katrín var í gallabuxum, strigaskóm og laxableikum jakka sem kostaði skildinginn. 

Katrín var sumarleg í hvítum bol, hvítum strigaskóm frá Veja og stuttum gallabuxum. Það var þó sumarlegi laxableiki jakkinn frá franska hátískumerkinu Chloé sem stal senunni. Jakkinn er í hermannasniði en þó kvenlegur með stroffi og tekinn saman í mittið.

Jakkinn er núna uppseldur á vefversluninni MyTheresa. Hann kostaði upphaflega 1.795 pund eða rúmlega 300 þúsund íslenskar krónur. Hann var þó kominn á 40 prósent afslátt áður en hann seldist upp en ekki er vitað hvort hertogaynjan keypti hann á sumarútsölu en sumarleg er hún. 

Bláar gallabuxur fara vel við bleika jakkann sem Katrín var …
Bláar gallabuxur fara vel við bleika jakkann sem Katrín var í. AFP
Jakki Katrínar virtist þægilegur.
Jakki Katrínar virtist þægilegur. AFP
mbl.is