Ýr hannar gönguskó úr joggingbuxum

Ýr Þrastardóttir hannar skó í fyrsta skipti í sumar.
Ýr Þrastardóttir hannar skó í fyrsta skipti í sumar.

Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir var fengin til að hanna gönguskó úr joggingbuxum fyrir nýja markaðsherferð Íslandsstofu. Hún mun standa vaktina í sumar í miðbænum og breyta buxum í skó fyrir ferðamenn. 

Ýr er fatahönnuður að mennt, heldur úti merkinu Another Creation auk þess að hafa unnið mörg skemmtileg verkefni í gegnum tíðina á sviði fata- og búningahönnunar fyrir kvikmyndir, tónlistarmyndbönd, leikverk og fleira. Hún hefur samt aldrei áður hannað skó en það verður hennar vinna í sumar þegar hún breytir buxum í skó fyrir ferðamenn. 

Verkefnið er hluti af nýrri markaðsherferð Íslandsstofu hugsað til að lokka ferðamenn til landsins. Þar er sjónum beint að einkennisfatnaði heimsfaraldursins – joggingbuxunum – og fólk hvatt til að loka þessu tímabili með táknrænum hætti og enduruppgötva ævintýraþrána á Íslandi.

„Ég hef sjálf verið með þann fókus sem hönnuður og til að mynda með merkið mitt, Another Creation, hef ég einungis unnið með náttúruleg efni sem eyðast sjálfkrafa. Þess vegna er þeim mun skemmtilegra að nýta gamlar buxur, sem eru mögulega úr gerviefni og glæða þær nýju lífi svo þær endi ekki í ruslinu,“ segir Ýr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál