Farðinn kemur í veg fyrir erfiðar spurningar

Ragga nagli notar CC farða frá IT.
Ragga nagli notar CC farða frá IT.

Ragn­hild­ur Þórðardótt­ir eða Ragga nagli eins og hún er kölluð passar að bera á sig sólarvörn og þrífa húðina vel eftir daginn. Ragga sem er klínískur heilsusálfræðingur er komin yfir fertugt segist vera með gríðarlega mikinn áhuga á öllu sem viðkemur öldrun húðarinnar. 

„Ég er með æðasprungið nef og kinnar eins og Gísli Súrsson, og mætti halda að ég velmegunarbarnið úr Fossvoginum hefði stundað harðkjarna útivinnu frá blautu barnsbeini. En þetta er víst ættgengt,“ segir Ragga þegar hún er spurð hvort hún glími við einhver húðvandamál. 

Hvernig hugs­ar þú um húðina?

„Ég hef alltaf passað slavískt upp á að þrífa á mér húðina fyrir svefninn. Alveg sama hversu urlandi þreytt ég er eða að koma heim eftir djamm. Alltaf skal hver snefill af farða hreinsaður með kókosolíu og heitu vatni í gömlu handklæði í staðinn fyrir óumhverfisvænar bómullarskífur. Svo ber ég á mig gott næturkrem eins og Confidence beauty sleep. Þegar kona er komin yfir fertugt byrjar pervertískur áhugi á öllu „anti-aging“ og hrukkustöffi fyrir smettið og beauty sleep hamast gegn öldrun húðar meðan ég slefa á koddann.“

Ragga hefur mikinn áhuga á góðum kremum.
Ragga hefur mikinn áhuga á góðum kremum.

Hver er uppáhalds húðvaran þín?

„Ég gjörsamlega elska Confidence dagkremið því það dempar rauðkuna í smettinu og gerir það silkimjúkt eins og barnsrass. Konan sem þróaði það glímir sjálf við rósroða svo hún er hokin af reynslu í þeim efnum.“ 

Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar húðin er ann­ars veg­ar?

„Að nota sólarvörn númer 45 til 50 í andlitið og undirbúa húðina fyrir sumarið með að byrja að taka Astaxanthan um vorið. Eftir að ég flutti til Danmerkur þá hef ég áttað mig betur og betur á að ég verð alveg jafnbrún þó ég smyrji andlitið með mjög háu SPF, og ég fæ minna af hrukkum í kaupbæti.“

Ragga er dugleg að nota góða sólarvörn.
Ragga er dugleg að nota góða sólarvörn.

Hvað er að finna í snyrti­budd­unni þinni?

„CC farðinn er algjör heimalingur í buddunni sem og Superhero IT maskarinn. Ég er með mjög löng augnhár frá móður náttúru og þessi maskari lengir þau enn meira og gerir mig alveg gordjöss.“

Hvernig farðar þú þig dag­lega?

„Fyrir vinnuna er ég alltaf með það sama, farða, augnblýant og maskara. Ég elska litaða augnblýanta og er alltaf með grænan, eða bláan í kringum augun til að ramma þau betur inn. Fyrir djammið fer ég í meiri aðgerðir og set á mig dökka augnskugga fyrir „smokey lúkk“, ljósan varalit og gloss og bronsaðan kinnalit. Ég er algjör viðvaningur í þessum efnum og geri bara það sem ég kann. Veit til dæmis ekkert hvernig primer virkar, né geta þessir tíu þumalfingur notað blautan augnblýant.“

Hver er uppáhalds förðunarvaran þin?

„Þar sem ég er alltaf með farða nema þegar ég er að æfa þá verð ég að segja CC farðinn frá IT því hann þekur svo vel háræðaslitin og eldrauðan nebbann. Þá sleppi ég við þrálátu spurningarnar um hvað sé eiginlega framan í mér eða hvort ég sé með kvef.“

Uppáhaldssnyrtivara Röggu er CC-farðinn frá IT sem er með sólarvörn.
Uppáhaldssnyrtivara Röggu er CC-farðinn frá IT sem er með sólarvörn.

„Förðunarburstinn frá IT er í einhverri annarri kategoríu þegar kemur að dreifingu farða um andlitið. Svo ótrúlega mjúkur og meðfærilegur. Ég hef átt marga bursta í gegnum tíðina en þessi ber höfuð og herðar yfir þá alla.“ 

Ragga notar góðar förðunarbursta.
Ragga notar góðar förðunarbursta.

Hvaða snyrtvörur eru nauðysnlegar í ferðalagið?

„Ég er alltaf með kókosolíu í litlu Sistema boxi til að þrífa af farða. Svo skúbba ég bara því allra nauðsynlegasta niður svo ég líti sómasamlega út á götum útlanda. CC farðinn, augnblýantur, augabrúnablýantur, Superhero maskari og málið er dautt.“

Ragga er með löng augnhár en Superhero maskarinn gerir þau …
Ragga er með löng augnhár en Superhero maskarinn gerir þau enn lengri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál