Brúnkukremið sem ofurfyrirsætan Ashley Graham elskar

Ashley Graham notar brúnkukremsfroðuna frá St. Tropez.
Ashley Graham notar brúnkukremsfroðuna frá St. Tropez.

Ofurfyrirsætan Ashley Graham er andlit nýjustu brúnkufroðulínunnar frá St. Tropez. Nýja froðan, Self Tan Luxe Whipped Créme Mousse, er sannkölluð himnasending því hún gerir mann ekki bara brúnan heldur nærir húðina og bindur raka í henni.  

Áferðin á froðunni er mjög kremkennd og finnur maður strax fyrir því hversu mjúk hún er og smýgur vel inn í húðina. Hún er einföld í notkun og af henni er lítil lykt sem hverfur mjög fljótt. Hún er án allra parabena og myndar engar rákir á húðinni. 

Froðan kemur í setti ásamt silkimjúkum hanska og kemur í takmörkuðu upplagi. 

Settið kemur í takmörkuðu upplagi.
Settið kemur í takmörkuðu upplagi.

Allir sem hafa prófað brúnkuvörur þekkja brúnkukremslyktina. Sumir elska hana en margir vilja helst ekki finna hana. St. Tropez hefur þróað tækni sem vinnur ekki aðeins að því að fela lyktina heldur útrýma henni með því að gera hana ógreinanlega fyrir nefið og heilann. Ilmurinn inniheldur nótur af bergamót og grænu epli sem sameina allar þessar góðu tilfinningar og augnablik sem hjálpar til við að gera allt brúnkuferlið skemmtilegra. 

Graham hefur notað froðuna með góðum árangri og segir að þetta snúist ekki um hvernig brúnkan lætur þig líta út, hvernig hvernig hún lætur þér líða. 

Ashley Graham er andlit merkisins.
Ashley Graham er andlit merkisins.

Það er mjög auðvelt að stjórna því hversu brúnn maður verður eftir að hafa borið á sig froðuna. Það má skola hana af eftir eina klukkustund en eftir því sem maður leyfir henni að vera lengur á, því dekkri verður maður. Mælt er með því að hafa hana á í fjóra til átta tíma og skola svo af. 

Ekki þarf heldur að hafa áhyggjur af því hvaða undirtón brúnkan hefur því hún lagar sig að húðlit hvers og eins og því þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því að verða grænn á meðan froðan vinnur vinnuna sína.  

mbl.is