Andlitið varð eins og appelsínusósa á litinn

Guðrún Veiga er á heimavelli þegar kemur að brúnkukremi.
Guðrún Veiga er á heimavelli þegar kemur að brúnkukremi.

Mannfræðingurinn og förðunarfræðingurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er mikill aðdáandi brúnkukrems. Samband Guðrúnar Veigu og brúnkukrems hefur þó ekki verið áfallalaust í gegnum árin og nokkur slys orðið. Í dag er hún orðin ansi lunkin í að bera á sig brúnkukrem og fór yfir leyndarmál þess með Smartlandi. 

„Ég man eftir gulum brúsa inni á baðherbergi á æskuheimili mínu á Eskifirði. Kremið lofaði brúnku og lyktaði eins og fjós. Ætli ég hafi ekki verið í kringum 13 ára að gramsa í dótinu hennar mömmu. Nokkuð sem ég stundaði mikið og gægist á enn þann dag í dag. Ég lét það auðvitað ekki duga að gramsa  ég vissulega taldi brýna nauðsyn að prufukeyra eitt og annað. Þar á meðal þetta krem,“ segir Guðrún Veiga. 

Það fór ekki betur en svo að henni yfirsást algjörlega að bera á eyrun og hálsinn. Útkoman varð þannig að hún fór í sjálfskipaða einangrun á meðan brúnkukremið hvarf. „Eins er erfitt að litgreina útkomuna; ef þú hefur borðið önd í appelsínusósu þá var andlitið á mér á litinn eins og appelsínusósan,“ segir Guðrún Veiga. 

Hún segist nota brúnkuvörur mest á sumrin og er sérstaklega hrifin af þeim vörum sem gera hana aðeins útitekna frekar en kaffibrúna. „St. Tropez Bronzing Water, Face Mist er sennilega það sem er í hvað mestu uppáhaldi. Ásetning tekur mig minna en mínútu og ég verð svo ansi frískleg og útitekin. Eins og ég hafi stundað einhverja hressandi útiveru. Sem er nokkuð sem ég geri helst aldrei,“ segir Guðrún Veiga. 

Hún segir kostinn við brúnkuvörur tvímælalaust þann að geta gert sig frísklegri án þess að heilgrilla á sér húðina með sólböðum.

Kostur brúnkukrems er að gera mann aðeins hressari í útliti.
Kostur brúnkukrems er að gera mann aðeins hressari í útliti.

Skrúbbur og rakakrem

Það er mikilvægt að velja brúnkuvörur af kostgæfni, en það er ekki síður mikilvægt að vanda til verks og vera með réttu tólin til brúks. 

„Ef ég er til dæmis að bera brúnku á fótleggina, sem ég geri oft yfir sumartímann sérstaklega, og ætla að vanda vel til verks – tryggja bæði að hún verði falleg og endist ágætlega – þá skrúbba ég húðina vel í sturtunni og ber svo gott rakagefandi krem á hana á eftir. Smyr mjög hressilega sérstaklega á hné, hæla og ökkla þar sem húðin er oft þurrari. Smelli brúnkukreminu á og fer svo aftur yfir áðurnefnda staði með rakakremi,“ segir Guðrún Veiga. 

Þegar hún er að fara eitthvað fínt velur hún nýju vöruna í vörulínu St. Tropez, Ultimate Glow Kit sem Ashley Graham hannaði. „Það er þægilegt í ásetningu, lyktin góð og liturinn einn sá fallegasti sem ég hef séð þegar brúnkuvörur eru annars vegar. Ég er búin að nota þessa vöru mikið í sumar,“ segir Guðrún Veiga.

Guðrún Veiga skrúbbar leggina vel, ber svo gott rakakrem á …
Guðrún Veiga skrúbbar leggina vel, ber svo gott rakakrem á áður en hún setur brúnkukremið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál