Sagði hana of gamla fyrir stuttan kjólinn

Diane Kruger.
Diane Kruger. AFP

Stundum er það eina rétta í stöðunni að klæðast stuttum kjól eða stuttu pilsi og það veit Hollywood-stjarnan Diane Kruger. Kruger mætti í stuttum kjól á viðburð á vegum Louis Vuitton í París á dögunum en mamma hennar var ekki jafnviss um fatavalið og þýska leikkonan. 

„Mamma mín sagði við mig í kvöld að ég væri líklega of gömul til þess að klæðast svona stuttum kjólum,“ skrifaði hin 44 ára gamla Kruger. Hún tók lítið mark á orðum móður sinnar og bölvaði þessari vitleysu. 

Rétt eins og móðir Kruger hefðu einhverjir litið á kjólinn og hugsað með sér flottur bolur, en Kruger var ekki á þeirri línu. Hún var flott í kjólnum sem var auðvitað frá franska hátískumerkinu Louis Vuitton. Áður en Kruger sneri sér að leiklistinni starfaði hún sem fyrirsæta og sat meðal annars fyrir merkið. 

View this post on Instagram

A post shared by Diane Kruger (@dianekruger)

mbl.is