BIOEFFECT valið best af Men's Health

Hydrating Cream frá íslenska húðvörumerkinu BIOEFFECT var valið besta rakakremið af hinu vinsæla tímariti Men's Health árið 2021, verðlaununum Men’s Health Grooming Awards.

Nýja rakakrem BIOEFFECT kom á markað í febrúar síðastliðnum og hefur þegar vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar. Hér eru á ferðinni fjórðu verðlaun BIOEFFECT á árinu, en áður höfðu EGF Serum húðdroparnir unnið til Pure Beauty verðlauna í Bretlandi og StyleBy Hero verðlauna í Svíþjóð auk þess sem EGF Eye Mask Treatment var valinn sem besti augnmaskinn á Indie Best Buy verðlauna á vegum breska dagblaðsins Independent.

Ritstjórn tímaritsins Men's Health, sem er gefið út af Hearst-útgáfunni, prófaði yfir eitt þúsund húðvörur í meira en sex mánuði áður en sigurvegarar voru kynntir.
Það þykir mikil virðing fyrir húðvöruframleiðendur um heim allan að hljóta þessi verðlaun. Vinningshafar voru ekki aðeins valdir út frá gæðum heldur einnig út frá umhverfisáhrifum. Í umsögn Men's Health um BIOEFFECT Hydrating Cream er nefnt að kremið sé ólíkt öllum öðrum keppendum í flokknum. Það henti mjög vel fyrir þá sem eru með viðkvæma húð, veiti mikinn raka allan daginn og sé ilmlaust.

„BIOEFFECT hefur ávallt framleitt vörur sem henta öllum kynjum og byggjast á vísindalegum rannsóknum og þróun. Karlmenn á Íslandi sem og á heimsvísu eru í mun meira mæli farnir að nota hvers kyns húðvörur og huga vel að þessu stærsta líffæri okkar. Við höfum séð þetta endurspeglast í okkar sölutölum og áhuga á vörumerkinu. Verðlaunin sem Hydrating Cream fékk styðja okkur í þeirri staðfærslu að BIOEFFECT henti sannarlega öllum kynjum. Við erum afar stolt af því að hljóta þessi virtu verðlaun og munum nota vettvanginn til að ná til fleiri karlkyns notenda,“ segir Elísabet Austmann, framkvæmdastjóri markaðssviðs BIOEFFECT.
Verðlaunahafar voru tilkynntir í júní tölublaði Men's Health sem og á netinu á vefsíðu Men's Health.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál